miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Blogger er í rétta fílingnum og stillir öllu upp hjálpsamur fyrir mig á dönsku. Gaman að því þegar tölvurnar hugsa fyrir mann. Mig vantar eina sem getur stútað moskítóflugum.
Er annars í góðu yfirlæti í Árósum. Halldór, Jóhanna Ýr og Heba skruppu í Ikea að skoða húsgögn og ég sit á veröndinni með tölvuna hennar Jóhönnu og fylgist með litlu ormunum stunda stunt-eldamennsku í garðinum með krakkaeldhús, bala af vatni, sandi og talsverðum látum.
Mér skilst að veðrið i Danmörku haf verið eitthvað leiðinlegt framan af sumrinu en það hefur leikið við allt landið síðan ég kom. 22-28 stiga hiti alla daga og sól og blíða. Einnig skilst mér að verslunarhelgin á Íslandi hafi verið eitthvað vætusöm... Ég er ekki að segja að það sé samhengi á milli en þið viljið kannski vita að ég kem heim annað kvöld. Væntanlega góðar fréttir fyrir fiskidaginn á Dalvík.
Það hefur auðvitað gengið á ýmsu eins og við er að búast þegar um búferlaflutninga er að ræða en Jóhanna er búin að útlista öllum Murphy-látunum í ítarlegri færslu svo ég þarf þess ekki.
Planið fyrir þennan síðasta dag er að kíkja í miðbæinn og misþyrma kreditkortinu. Vonandi verður ekki of heitt.
Og ... udgiv indlæg.
Er annars í góðu yfirlæti í Árósum. Halldór, Jóhanna Ýr og Heba skruppu í Ikea að skoða húsgögn og ég sit á veröndinni með tölvuna hennar Jóhönnu og fylgist með litlu ormunum stunda stunt-eldamennsku í garðinum með krakkaeldhús, bala af vatni, sandi og talsverðum látum.
Mér skilst að veðrið i Danmörku haf verið eitthvað leiðinlegt framan af sumrinu en það hefur leikið við allt landið síðan ég kom. 22-28 stiga hiti alla daga og sól og blíða. Einnig skilst mér að verslunarhelgin á Íslandi hafi verið eitthvað vætusöm... Ég er ekki að segja að það sé samhengi á milli en þið viljið kannski vita að ég kem heim annað kvöld. Væntanlega góðar fréttir fyrir fiskidaginn á Dalvík.
Það hefur auðvitað gengið á ýmsu eins og við er að búast þegar um búferlaflutninga er að ræða en Jóhanna er búin að útlista öllum Murphy-látunum í ítarlegri færslu svo ég þarf þess ekki.
Planið fyrir þennan síðasta dag er að kíkja í miðbæinn og misþyrma kreditkortinu. Vonandi verður ekki of heitt.
Og ... udgiv indlæg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
VÍÍÍÍÍÍ!!! Þú kemur á Fiskidaginn!!!
GÓÐAR fréttir! :o)
Ég er reyndar ekki búin að ákveða það. Fer eftir þreytustuðli og bílastatus þegar ég kem heim.
Skrifa ummæli