þriðjudagur, júlí 03, 2007

Um áraraðir hafa Húsasmiðjan og BYKO metast um hver sé stæstur og bestur og virðast engu nær. Það tók mig ca. klukkutíma í gær að komast að endanlegri niðurstöðu. Finnst að einhver ætti að borga mér fyrir. Ætti að vera billegra en endalausar Gallup kannanir.

Segið mér; hvað er nú það eftirsóknaðverðasta í fari hverrar verslunar? Staðsetning, vöruúrval, verð og kunnátta starfsmanna - ekki satt?

Ég var nú bara á höttunum eftir læsanlegri loku á hliðið og hafði álpast til að festa kaupa á renniloku og hengilás hjá Húsasmiðjunni:

Staðsetning
Það er dágóður spölur í næstu búð fyrir mig - hvort sem ég fer í austur eða vestur. Mér finnst einhvern veginn styttra í Húsasmiðjuna en BYKO er varla mikið lengra í burtu. Munurinn er sennilega vart mælanlegur.

Vöruúrval
Húsasmiðjan Tvær gerðir til - báðar kölluðu á mikla endurhönnun á hliðinu.
BYKO Mikið úrval og þ.á.m. einmitt það sem mig vantaði.

Verð
Húsasmiðjan Keypti renniloku á 2200 kr. sem svo passaði ekki
BYKO Seldi sömu loku á 1900 kr. - ég keypti aðra sem passaði á 670 kr.

Kunnátta starfsmanna
Húsasmiðjan Lúrulegur gaur sem dróst með semingi að lokurekkunum og reyndi að selja mér klósetthespur. Lét aðra kúnna í búðinni benda sér á hvar hluti væri að finna. Ráfaði í burtu í miðju samtali og sást ekki aftur.
BYKO Eldhress miðaldra maður sem sem var strax með á nótunum og fann ódýra lausn.

Það besta sem ég get sagt um Húsasmiðjuna að þessu loknu er að ég fékk endurgreitt. Og hún rukkaði mig bara fyrir helming af því sem hengilásinn átti að kosta. Samviskubit mitt er í sögulegu lágmarki.

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Mér datt í hug máltæki þegar ég skundaði yfir færsluna þína.

Tvennu illu fylgir nokkur alvara.

Eða hvað?

Nafnlaus sagði...

Mig hefur lengi grunað að það sé ekki bara ég sem er vitleysingurinn þegar ég þarf að versla í svona búðum, en hef samt alltaf lúffað fyrir ímyndaðri rökréttri hugsun: hann (því það er jú alltaf hann) vinnur hérna svo þá hlítur hann að vita best.
Takk fyrir rannsóknarvinnuna.