fimmtudagur, október 25, 2007
Ég dröslaði sjálfri mér í Salinn í Kópavogi í gærkvöldi og hlýddi þar á glænýja íslenska óperu. Skuggablóm eftir Helga Rafn í uppsetninu Söngskólans. Mjög flott verk sem var kannski ekki án allra hnökra (ég náði ekki mikilli tengingu við söguþráðinn og talkaflarnir sem voru stundum sungnir og stundum ekki stungu í stúf) en uppsetningin sjálf var glæsileg; mjög góð nýting á kórnum, tónlistin oft grípandi og það þarf ekki að taka það fram að allt var fantavel flutt. Og það skal alltaf gefa prik þegar farið er ótroðnar leiðir í óperugerð.
Nú fer að styttast í frumsýningu á óperunni hjá Tónó. Við förum mun hefðbundnari leið og setjum upp "Die Verschworenen" eftir Schubert. Verk sem er byggt á Lysiströtu eftir Aristófanes í kringum 19. aldar viðhorf til samskipta kynjanna. Í meðförum Schubert verður sagan frekar kjánaleg en tónlistin er margbreytileg, fjörug og skemmtileg. Og - hey! - þetta er frumsýning á verkinu á Íslandi. Sextán söngvarar - 8 konur og 8 karlar - og heil sinfóníuhljómsveit nemenda skólans ætla að flytja herlegheitin í Iðnó þarnæstu helgi (s.s. 2., 3., og 4. nóvember). Ég á örugglega eftir að auglýsa betur seinna. T.d. með myndum. En það verður lítið um þær þar til ég klára að klambra saman búningum. Ég er ekki að sauma þá alla - það væri geðveiki - og er búin að redda langflestu í búningageymslu Óperunnar - en það tekur þó sinn tíma að sauma 8 kyrtla á karlana og laga aðeins til búninga kvennanna. Ég er nokkuð stollt af því að enn sem komið er hefur útlagður búningakostnaður ekki farið yfir 5000 kr. Ég þarf bara að verða mér út um meiri tíma - sérstaklega ef ég ætla mér að vera búin að öllu fyrir næsta sunnudag. Langar einhvern til að hjálpa við að rumpa saman búningum? Þetta er svosem engin kúnst - bara klippa, lita og rumpa.
Inni á milli þarf ég svo að klára að læra fj. textann við lögin. Þetta komið svona ca. 95% en þar sem allt er á þýsku verð ég læra upp á páfagaukinn þar sem ég og þýska höfum aldrei verið miklir mátar. Læt fylgja með tvö tóndæmi úr óperunni - reyndar þau sem ég þarf að leggjast hvað mest yfir til að ná almennilega.
Fyrst höfum við kvennaskarann að samþykkja með semingi að fylgja greifynjunni út í kynlífsverkfallið:
'Ja, Wir Schworen' (No.4: Die Verschworenen)
Síðan hoppum við inn í seinni hlutann þar sem ráðagerð greifynjunnar virðist vera að fara út um þúfur:
'Kampf und Krieg' (No. 11: Finale)
Það þarf varla að taka það fram að þetta er ekki Tónó uppsetningin. Spilast ekki í browser (a.m.k. ekki mínum.)
Nú fer að styttast í frumsýningu á óperunni hjá Tónó. Við förum mun hefðbundnari leið og setjum upp "Die Verschworenen" eftir Schubert. Verk sem er byggt á Lysiströtu eftir Aristófanes í kringum 19. aldar viðhorf til samskipta kynjanna. Í meðförum Schubert verður sagan frekar kjánaleg en tónlistin er margbreytileg, fjörug og skemmtileg. Og - hey! - þetta er frumsýning á verkinu á Íslandi. Sextán söngvarar - 8 konur og 8 karlar - og heil sinfóníuhljómsveit nemenda skólans ætla að flytja herlegheitin í Iðnó þarnæstu helgi (s.s. 2., 3., og 4. nóvember). Ég á örugglega eftir að auglýsa betur seinna. T.d. með myndum. En það verður lítið um þær þar til ég klára að klambra saman búningum. Ég er ekki að sauma þá alla - það væri geðveiki - og er búin að redda langflestu í búningageymslu Óperunnar - en það tekur þó sinn tíma að sauma 8 kyrtla á karlana og laga aðeins til búninga kvennanna. Ég er nokkuð stollt af því að enn sem komið er hefur útlagður búningakostnaður ekki farið yfir 5000 kr. Ég þarf bara að verða mér út um meiri tíma - sérstaklega ef ég ætla mér að vera búin að öllu fyrir næsta sunnudag. Langar einhvern til að hjálpa við að rumpa saman búningum? Þetta er svosem engin kúnst - bara klippa, lita og rumpa.
Inni á milli þarf ég svo að klára að læra fj. textann við lögin. Þetta komið svona ca. 95% en þar sem allt er á þýsku verð ég læra upp á páfagaukinn þar sem ég og þýska höfum aldrei verið miklir mátar. Læt fylgja með tvö tóndæmi úr óperunni - reyndar þau sem ég þarf að leggjast hvað mest yfir til að ná almennilega.
Fyrst höfum við kvennaskarann að samþykkja með semingi að fylgja greifynjunni út í kynlífsverkfallið:
'Ja, Wir Schworen' (No.4: Die Verschworenen)
Síðan hoppum við inn í seinni hlutann þar sem ráðagerð greifynjunnar virðist vera að fara út um þúfur:
'Kampf und Krieg' (No. 11: Finale)
Það þarf varla að taka það fram að þetta er ekki Tónó uppsetningin. Spilast ekki í browser (a.m.k. ekki mínum.)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli