mánudagur, október 15, 2007

Það lítur út fyrir að ég sé á leið til Danmerkur í annað skipti á árinu. Fjölskyldan er að spá í að hittast í Arhus yfir jól og áramót og hafa þar íslenskan hátíðleika í hávegum á danskri grund.

Það er hins vegar ekki fýsilegt fyrir okkur öll að leggjast inn á Halldór og Jóhönnu Ýr í tvær vikur og líklegt til að stýra öllum hlutaðeigendum í átt að geðveiki. Því ætla mamma og pabbi að finna sér gistingu. Spurningin er bara hvar. Það er fjandi dýrt að gista á hóteli á þessum tíma. Veit einhver um ódýra gistilausn á þessu svæði? Nú er yfirleitt allt morandi í Íslendingum í námi þarna - er ekki einhver sem býr í Arhus eða þar um kring sem ætlar að eyða jólum og áramótum á Íslandi og væri til í að leigja heimilið ráðsettum eldri hjónum?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kvedja fra Spani, er ad telja dagana nidur, eg sakna pabba thins svo mikid. M