fimmtudagur, október 04, 2007

Fjársýslan hefur tilhneigingu til að koma þeim leiðréttingum sem við óskum eftir í gegn eftir dúk og disk. Var innihald samræðna sem við samstarfskona mín áttum fyrir stundu.

Af hverju "dúk og disk"? Hvað hafa dúkar og diskar með frestunaráráttu að gera?

Af hverju hef ég aldrei spáð í þessu áður? Maður tileinkar sér alls kyns fraseringar án þess að hafa minnsta grun um hvernig eða hvers vegna þær virka.

Ég verð hins vegar alltaf að vita hvernig hlutirnir virka - svona þegar ég vakna loks til meðvitundar um tilvist þeirra.

Hvað segja málfarsráðunautin?

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Fresta hlutunum fram yfir matartíma? Maður spyr sig...

Sigga Lára sagði...

After teibúlkloþþ end disj.
Meikar jafnmikinn sens á öllum tungumálum.