miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Óperunni er þá lokið og tókst bara með glæsibrag. Ennþá er smá frágangur eftir - koma búningum aftur á sína staði o.þ.h. - en að öðru leiti get ég loks snúið mér alfarið að öðrum hlutum. Ég ætla mér að leikstýra í fyrsta skipti og svo er kominn tími til að bretta upp ermar og taka almennilega rispu í klippingum. Bæði myndbanda- og hárslegs eðlis. Ég leyfði klippingum á Hugleiksleikritum að frestast fram yfir óperu og höfuð mitt var síðast rúið af einhverri fagmennsku í janúar síðastliðnum. Það er ekkert sem hindrar mig í setjast við tölvuna en hvað hárið varðar... ég veit bara ekki hvert ég á að fara til að fá almennilega klippingu. Og er ekki alveg tilbúin til að borga morðfjár fyrir slíkt. Veit einhver um ódýra og góða hársnyrtistofu? Er slíkt kannski oxymoron? Get ég allt eins brugðið skærum á mig sjálf yfir baðkarinu?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú gætir haft samband við Iðnskólann. Þar eru klippinemar sem vantar fólk til að æfa sig á. Nemarnir fá að sjálfstögðu tilsögn og margir þeirra eru bara þrælgóðir. Nú og ef klippingin mistekst þá bara læturðu snoða þig og færð þér flottan túrban.
Ég tek ekki slíka sénsa. Ég veit þó a.m.k. á hverju ég á von ef ég geri það sjálf. Ef einhver annar á að fikta í hárinu mínu vil ég að sú manneskja viti hvað hún er að gera.
Skrifa ummæli