fimmtudagur, janúar 17, 2008
Þegar ég var unglingsstelpa að uppgötva Bowie var eitt lag mér sérstaklega hugleikið. Það var coverlag sem poppar upp á hinum og þessum stöðum á ferli Bowie en ekki á neinni "almennilegri" plötu. Það er á Pinups diskinum en ekki á upprunalegu plötunni - á Rare plötunni (þar sem ég heyrði það fyrst) sem var aldrei endurútgefin því hún var víst kolólögleg og á ýmsum B-hliðum. Hvað um það... ég og Embla vinkona mín hlustuðum á það í tætlur og það hefur alltaf verið mér hugleikið þessi síðustu 20 ár eða svo.
Og í dag datt mér í fyrsta skipti í hug að finna upprunalegu útgáfuna.
Hér er höfundurinn að flytja lagið á frummálinu:
Jacques Brel - Amsterdam
Eitthvað segir mér að kvennafarir hans hafi ekki verið alsléttar. Lagið verður allt miklu persónulegra og erfiðara í meðförum Brel. Bowie virtist aldrei beinlínis vera að setja sig í spor sjóaranna - hann virtist miklu frekar vera í hlutverki sögumanns. En dæmi hver fyrir sig:
David Bowie - Port of Amsterdam
Og í dag datt mér í fyrsta skipti í hug að finna upprunalegu útgáfuna.
Hér er höfundurinn að flytja lagið á frummálinu:
Jacques Brel - Amsterdam
Eitthvað segir mér að kvennafarir hans hafi ekki verið alsléttar. Lagið verður allt miklu persónulegra og erfiðara í meðförum Brel. Bowie virtist aldrei beinlínis vera að setja sig í spor sjóaranna - hann virtist miklu frekar vera í hlutverki sögumanns. En dæmi hver fyrir sig:
David Bowie - Port of Amsterdam
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli