mánudagur, janúar 14, 2008
Ég var að uppgötva að ég hef barasta ekkert bloggað á nýju ári - og ekkert í heilar 3 vikur! Uggvænlega þróun þar. Það hefur reyndar verið feyki nóg að gera - sérstaklega hefur Hugleikur gert sig líklegan til að gleypa allan minn tíma á komandi mánuðum.
Ég ákvað á nýju ári að gerast hugrökk og mætti galvösk á minn fyrsta höfundafund. Gróf meira að segja upp tvo aldraða einþáttunga til að hafa með. Gó mí.
Ég, Júlía og Siggi Páls ætlum að leikstýra "39 1/2 vika" eftir Hrefnu Friðriksdóttur og hömumst þessa dagana - eftir tvo velheppnaða samlestra - að hnoða saman leikhóp sem við getum öll verið sammála um. Síðan munu taka við stífar æfingar því það eru réttir tveir mánuðir í frumsýningu. Meira um það síðar.
Því fyrst verður Útsýni eftir Júlíu Hannam frumsýnt í Möguleikhúsinu - nánar tiltekið næstu helgi. Ég hef ekkert verið að skipta mér af þeirri sýningu - nema hvað ég verð eitthvað í miðasölu - en á von á miklu enda leikstjórarnir tveir - Silja og Rúnar - sérlega efnilegir.
Niðurstaðan er sú ég hef ekki fundið mikinn tíma til að æfa mig fyrir söng og píanó og ég sé fram á að þurfa að hætta í tónheyrn því bæði finn ég ekki nauðsynlegar bækur heima hjá mér frá því að ég reyndi að taka þetta ógeðsfag fyrir tveimur árum með frekar slökum árangir og svo er ég orðin algjörlega uppiskroppa með tíma og orku. Ef ég hefði ekkert betra að gera gæti ég kannski sest fyrir framan píanó, slegið tónbil og giskað á það um leið og ég reyni að fatta ekki hvar ég í raun sló. Er ekki hægt að skella í sig einhverjum sterum til að þjálfa tónheyrnarvöðvana? Ég sver að ég stefni ekki á keppni.
Ég ákvað á nýju ári að gerast hugrökk og mætti galvösk á minn fyrsta höfundafund. Gróf meira að segja upp tvo aldraða einþáttunga til að hafa með. Gó mí.
Ég, Júlía og Siggi Páls ætlum að leikstýra "39 1/2 vika" eftir Hrefnu Friðriksdóttur og hömumst þessa dagana - eftir tvo velheppnaða samlestra - að hnoða saman leikhóp sem við getum öll verið sammála um. Síðan munu taka við stífar æfingar því það eru réttir tveir mánuðir í frumsýningu. Meira um það síðar.
Því fyrst verður Útsýni eftir Júlíu Hannam frumsýnt í Möguleikhúsinu - nánar tiltekið næstu helgi. Ég hef ekkert verið að skipta mér af þeirri sýningu - nema hvað ég verð eitthvað í miðasölu - en á von á miklu enda leikstjórarnir tveir - Silja og Rúnar - sérlega efnilegir.
Niðurstaðan er sú ég hef ekki fundið mikinn tíma til að æfa mig fyrir söng og píanó og ég sé fram á að þurfa að hætta í tónheyrn því bæði finn ég ekki nauðsynlegar bækur heima hjá mér frá því að ég reyndi að taka þetta ógeðsfag fyrir tveimur árum með frekar slökum árangir og svo er ég orðin algjörlega uppiskroppa með tíma og orku. Ef ég hefði ekkert betra að gera gæti ég kannski sest fyrir framan píanó, slegið tónbil og giskað á það um leið og ég reyni að fatta ekki hvar ég í raun sló. Er ekki hægt að skella í sig einhverjum sterum til að þjálfa tónheyrnarvöðvana? Ég sver að ég stefni ekki á keppni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli