laugardagur, apríl 26, 2008

Úps - gleymi ég aðaltilgangi þessa bloggs: að plögga.

Fyrsti þáttur af þremur sem við Auður erum að gera um konur og vísindaskáldskap verður fluttur á Rás 1 á morgun - kl. 10:13. Hann var tekinn upp fyrir svona 10 dögum og er ég skíthrædd um að það sé óttalegur byrjendabragur á flutningi mínu. Auður er fyrir löngu orðin útsjóuð í þessu en ég virðist hins vegar fá bráðakvíðakast þegar ég kem í námunda við hljóðnema. Þetta tókst auðvitað en bara af því að allt er tekið upp aftur og aftur. Og aftur.

Ég veit ekki hvort ég hlusta á þetta sjálf - þetta er auðvitað svo ferskt í minningunni að það er algjör óþarfi *hóst* En hvet auðvitað alla aðra til.

1. hluti - Í öðrum heimum – vísindaskáldskapur kvenna
Í fyrsta þætti verður litið á ýmsar skilgreiningar á hugtakinu vísindaskáldskapur og stöðu kvenna innan greinarinnar.

Konur hafa frá fyrstu tíð verið brautryðjendur á sviði vísindaskáldskapar en þar gefast meðal annars tækifæri til að kanna möguleikann á annars konar heimum. Í þáttunum verður framlag nokkurra kvenna til þessarar merku bókmenntagreinar kannað.


Lesarar eru Vigdís Másdóttir og Sigurður H. Pálsson.

Við tókum upp annan þáttinn í dag og gekk það bara eins og í sögu. Vorum með æðislegan hlóðmann(konu) og handrit sem fór ekki yfir tíma eins og síðast. Ég hikstaði reyndar all svakalega á einni málsgrein (erfitt að segja "nefndu tungl" þegar maður er orðinn skraufaþurr í munninum) en restin gekk smurt.

One to go...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins gott að ég sofi ekki yfir mig.

Til lukku með þetta allt saman.

Skotta

Nafnlaus sagði...

Þetta var alveg ljómandi hjá ykkur öllu, og Ásta mín þú stóðst þig með prýði, mamma