miðvikudagur, maí 07, 2008
Elísabet Brekkan fór að sjá Ástin er diskó, lífið er pönk í Þjóðleikhúsinu og er heitt í hamsi:
Væri ekki kominn tími til þess að semja eitthvað um þá litlu sjálfsvirðingu sem peningahyggjan og uppatöffaraskapur innlit/útlit-flísafárs nútímans veldur?
Ég man ekki betur en það hafi verið gert. Fyrir 7 árum eða svo. Lítið og skemmtilegt stykki sem hét Ungir menn á uppleið. Vann einhver verðlaun.
Finnst mér nú kjörið að biðla til höfundar um að endurvinna það fyrir hið mæðulega ár 2008 og kannski bæta við lögum. Eins og upphaflega stóð til. Mig þyrstir í nýjan og skemmtilegan söngleik en finnst líklegt að ég láti Þjóðleikhússýninguna vera.
Bara svona hugmynd...
Væri ekki kominn tími til þess að semja eitthvað um þá litlu sjálfsvirðingu sem peningahyggjan og uppatöffaraskapur innlit/útlit-flísafárs nútímans veldur?
Ég man ekki betur en það hafi verið gert. Fyrir 7 árum eða svo. Lítið og skemmtilegt stykki sem hét Ungir menn á uppleið. Vann einhver verðlaun.
Finnst mér nú kjörið að biðla til höfundar um að endurvinna það fyrir hið mæðulega ár 2008 og kannski bæta við lögum. Eins og upphaflega stóð til. Mig þyrstir í nýjan og skemmtilegan söngleik en finnst líklegt að ég láti Þjóðleikhússýninguna vera.
Bara svona hugmynd...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hihi. Er einmitt að lesa þetta um fimm mínútum eftir að ég fleygi fram einhverri hugmynd á mínu bloggi um að hætta negraþýðingum og taka til við leikritun af einhverju viti... veit reyndar ekki hvort endurvinnsla á Ungunum yrði alveg fyrst á daxkrá.
Ég á drög að einhverri nútíma- þjóðfélaxádeilu sem í er bæði nauðgun og mannát... en því miður, engin tónlist.
Hins vegar verður tónlist í barnaleikritinu Soffía mús á tímaflakki, sem verður á tímaflakki fyrir Austan í sumar... svo ég er að bregðast við þessu alveg fyrirfram á... ýmsan hátt.
Skrifa ummæli