mánudagur, janúar 26, 2009

Ég hef hangið heima í allan dag að jafna mig á tannbrottnámi. Í morgun var dregin úr mér framtönn og það er bara soldið mál. Ég verð líka alltaf frekar dofin af parkódíni og munnurinn er aðeins of slappur til að ég geti sleppt því að taka það. En ég hef ekkert getað lært. Og það er mjög ákveðin ástæða fyrir því.



Þetta er Móri. Hann er fjörugur 2 mánaða kettlingur með hægðavandamál og snúrublæti. Hann er líka mjög bókhneigður og allur af vilja gerður að aðstoða mig í námi.



















Og þess vegna fer ég alltaf upp í skóla að læra.

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Krúttfinnur Krúttfinns

Nafnlaus sagði...

Vona að þú gróir fljótt og vel. Já og kisi er krútt.