laugardagur, janúar 10, 2009
Kannski spurning um að fara að hætta þessu. Skemmtilegra en að leyfa því að deyja drottni sínum eins og þróunin virðist stefna mjög markvisst í. Ég uppfæri svo sjaldan að ég þykist þess fullviss um að enginn lesi þetta. Og þá er það soldið eins og að tala við sjálfa sig. Upphátt. Og handan næsta horns liggur geðveiki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Mitt línurit er akkúrat öfugt. Sló færslumet á síðasta ári. En er hins vegar löngu hætt að pæla í hvort einhver annar les mig. Hef nefnilega svo fantagaman af að lesa sjálfa mig og vil geta gert það um ókomna áratugi.
Það spilar líka inn í að ég er með tvö blogg gangandi og finn miklu oftar hjá mér hvöt til að uppfæra hitt. Hugsa að línuritið líti soldi öðruvísi út þar.
er það nú vænlegt að henda hinu ástkæra ylhýra fyrir borð á krepputímum og gerast þjónn hinna enskumælandi stórvelda? hvað verður það næst...? :Þ mín síða hefur heldur aldrei verið dapurlegri en síðasta ár. það mætti halda að maður gerði aldrei neitt.
suremati! segir blogger um þetta allt saman. hljómar svolítið eins og japanskt blótsyrði.
Baketsi segir blogger við mig og er hinn alþjóðlegasti. Enda er nokkur önnur leið á hinum síðustu og verstu?
Ég gái á bloggið þitt í hvert skipti sem ég tek hringinn í bloggheimum.
Og bíð spennt eftir hverri færslu...
Ég les bara íslenzku, kann ekkert annað!
Skrifa ummæli