laugardagur, ágúst 30, 2003
Dugnaðarforkur er ég. Stend í stórræðum í kjallaranum í dag. Nú skal baðherbergi dauðans fá að verða mönnum uppábjóðandi! Það var slæmt en eftir að vatn lak um allt gólf varð þetta ógeðslegt og nú veður allt málað, sett nýr sturtuhaus og nýtt sturtuhengi, motta á sturtubotninn, gólfdúkurinn rifinn af gólfinu og það lagað og sett upp nýr spegill. Klósettið og vaskurinn verður eftir sem áður bleikur en það verður ekki á allt kosið. Þetta verður stutt færsla - ég rétt skrapp upp til að skipta um föt og fá mér smá vökva. Síðan verður haldið niður með pensil á lofti.
föstudagur, ágúst 29, 2003
Um að gera að blogga eins og vindurinn áður en nýja brumið fer af þessu.
Ég var úti í bakaríi áðan (keypti stóra ameríska súkkulaðiköku og 6 eplastykki ... mmmm ... ) og þar sem ég var að rýna í kræsingarnar í borðinu varð ég vör við annarlega hreyfingu. Tveir hlussustórir geitungar höfðu sest að í borðinum - nánar til tekið hjá snúðunum. Þar sveimuðu þeir fram og aftur í augljóslega mjög góðu yfirlæti og vissu um að þeir yrðu látnir fullkomlega í friði. Enda virtust stúlkurnar á bakvið borðið ekki hafa miklar áhyggjur og tilkynntu rólega að það væri til fleiri snúðar á bakvið. Ég er nú orðin yfirmáta stóísk þegar kemur að geitungum og gat eiginlega ekki látið þetta pirra mig á nokkurn hátt. Hefði sennilega keypt mér snúð úr borðinu ef hugur minn og hungur hefðu legið í þá átt. Hvaðan kemur þetta sinnuleysi eiginlega? Er ég búin að venja mig svo kyrfilega á þann hugsunarhátt að geitungar séu hættulausir og tilgangslaust að fríka út að ég mundi glöð brjóta brauð (eða snúð) með einum eða tveimur slíkum? Kona sem var þarna í brauðleit var ekki jafn róleg og ég þegar ég benti henni á geitungana og vildi vita hvers vegna stúlkurnar væru ekki með spaðana á lofti. Þetta er víst gasalega heilsuspillandi. Ég segi nú bara; leyfið geitungunum að koma til mín. Þeir geta fengið bita af kökusneiðinni minni.
Ég var úti í bakaríi áðan (keypti stóra ameríska súkkulaðiköku og 6 eplastykki ... mmmm ... ) og þar sem ég var að rýna í kræsingarnar í borðinu varð ég vör við annarlega hreyfingu. Tveir hlussustórir geitungar höfðu sest að í borðinum - nánar til tekið hjá snúðunum. Þar sveimuðu þeir fram og aftur í augljóslega mjög góðu yfirlæti og vissu um að þeir yrðu látnir fullkomlega í friði. Enda virtust stúlkurnar á bakvið borðið ekki hafa miklar áhyggjur og tilkynntu rólega að það væri til fleiri snúðar á bakvið. Ég er nú orðin yfirmáta stóísk þegar kemur að geitungum og gat eiginlega ekki látið þetta pirra mig á nokkurn hátt. Hefði sennilega keypt mér snúð úr borðinu ef hugur minn og hungur hefðu legið í þá átt. Hvaðan kemur þetta sinnuleysi eiginlega? Er ég búin að venja mig svo kyrfilega á þann hugsunarhátt að geitungar séu hættulausir og tilgangslaust að fríka út að ég mundi glöð brjóta brauð (eða snúð) með einum eða tveimur slíkum? Kona sem var þarna í brauðleit var ekki jafn róleg og ég þegar ég benti henni á geitungana og vildi vita hvers vegna stúlkurnar væru ekki með spaðana á lofti. Þetta er víst gasalega heilsuspillandi. Ég segi nú bara; leyfið geitungunum að koma til mín. Þeir geta fengið bita af kökusneiðinni minni.
Er það svo hérna sem ég á að lýsa mínum dagförum? Hvað gerðist í dag eða gær? Vill einhver lesa um það? Ég fór til læknis í gær og fékk tilvísun á sjúkraþjálfara. Nauðsynlegt það. Ég tók aðeins til í kjallaranum og læsti dót "listamannsins" inni í geymslu hjá mér. Hann hefur ekkert minnst á það ennþá. Kettirnir slást upp á líf og dauða á hverjum degi núna. Tekur þetta engan endi eða verð ég að láta annan fara? Það er föstudagur og ég er orðin frísk (hallelúja). Ætlar fólk almennt að flýja bæinn eða leggjast undir feld eða verður það samræðu- og/eða drykkjarhæft þessa helgi? Ætti ég að skella mér í sund? Var þessi færsla nógu handahófskennd?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)