föstudagur, ágúst 29, 2003

Er það svo hérna sem ég á að lýsa mínum dagförum? Hvað gerðist í dag eða gær? Vill einhver lesa um það? Ég fór til læknis í gær og fékk tilvísun á sjúkraþjálfara. Nauðsynlegt það. Ég tók aðeins til í kjallaranum og læsti dót "listamannsins" inni í geymslu hjá mér. Hann hefur ekkert minnst á það ennþá. Kettirnir slást upp á líf og dauða á hverjum degi núna. Tekur þetta engan endi eða verð ég að láta annan fara? Það er föstudagur og ég er orðin frísk (hallelúja). Ætlar fólk almennt að flýja bæinn eða leggjast undir feld eða verður það samræðu- og/eða drykkjarhæft þessa helgi? Ætti ég að skella mér í sund? Var þessi færsla nógu handahófskennd?

Engin ummæli: