laugardagur, ágúst 30, 2003
Dugnaðarforkur er ég. Stend í stórræðum í kjallaranum í dag. Nú skal baðherbergi dauðans fá að verða mönnum uppábjóðandi! Það var slæmt en eftir að vatn lak um allt gólf varð þetta ógeðslegt og nú veður allt málað, sett nýr sturtuhaus og nýtt sturtuhengi, motta á sturtubotninn, gólfdúkurinn rifinn af gólfinu og það lagað og sett upp nýr spegill. Klósettið og vaskurinn verður eftir sem áður bleikur en það verður ekki á allt kosið. Þetta verður stutt færsla - ég rétt skrapp upp til að skipta um föt og fá mér smá vökva. Síðan verður haldið niður með pensil á lofti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli