miðvikudagur, janúar 26, 2005
Nú langar mig bara til að gráta.
Já ég veit ég sagði það ekki vera heilnæmt fyrir sálina að eyða of miklum tíma þarna. Stundum hef ég ekki vit fyrir sjálfri mér.
Ég hef ekki orku í að rökræða við svona fólk - einhver hefur heilaþvegið hana of rækilega og ég tel það álíka líklegt til árangurs og að berja höfðinu utan í vegg í von um að breyta hárlitnum.
Svona lagað styður mig enn frekar í þeirri trú að setja eigi jafnréttisfræðslu inni í skyldukennslu í grunnskólum. Krakkar hafa þá kannski tækifæri til að mynda sér skoðanir byggðar á staðreyndum í stað fordóma og fyrirlitningar.
Já ég veit ég sagði það ekki vera heilnæmt fyrir sálina að eyða of miklum tíma þarna. Stundum hef ég ekki vit fyrir sjálfri mér.
Ég hef ekki orku í að rökræða við svona fólk - einhver hefur heilaþvegið hana of rækilega og ég tel það álíka líklegt til árangurs og að berja höfðinu utan í vegg í von um að breyta hárlitnum.
Svona lagað styður mig enn frekar í þeirri trú að setja eigi jafnréttisfræðslu inni í skyldukennslu í grunnskólum. Krakkar hafa þá kannski tækifæri til að mynda sér skoðanir byggðar á staðreyndum í stað fordóma og fyrirlitningar.
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Enn á ný er ég án leigjanda. Hann Joel tók upp á því að láta reka sig úr landi og frá með morgundeginum verður kjallarherbergið mitt autt á ný. Hann bankaði upp á hjá mér í gærkvöldi og tilkynnti mér tíðindi. Sagði einnig að hinn leigjandinn væri búinn að redda einhverri stelpu til að taka við herberginu. Ég veit ekki hvað mér á að finnast um það. Helst vildi ég fá að velja mína leigjendur sjálf, takk fyrir. Drengurinn er soldið farinn að haga sér eins kóngur í ríki sínu þarna í kjallaranum og ef einhver vinkona hans dettur þarna inn mun mér halda áfram að finnast eins og ég sé að stelast inn í íbúð einhvers í hvert skipti sem ég ætla í þvottahúsið.
Þannig að nú er tækifærið fyrir einhvern heimilislausan og reglusaman einstakling sem hefur bara ráð á að leigja sér herbergiskytru. Um er að ræða 12 m2 herbergi með aðgangi að baðherbergi, eldhúsi og þvottahúsi á besta stað í Reykjavík. Leigusali er einstaklega geðprúður og þolinmóður svo lengi sem leigan er borguð á réttum tími og handrukkarar halda sig í hæfilegri fjarlægð.
Viðbót: ef einhver hefur áhuga er málið bara að hringja í mig í síma 6926012
Þannig að nú er tækifærið fyrir einhvern heimilislausan og reglusaman einstakling sem hefur bara ráð á að leigja sér herbergiskytru. Um er að ræða 12 m2 herbergi með aðgangi að baðherbergi, eldhúsi og þvottahúsi á besta stað í Reykjavík. Leigusali er einstaklega geðprúður og þolinmóður svo lengi sem leigan er borguð á réttum tími og handrukkarar halda sig í hæfilegri fjarlægð.
Viðbót: ef einhver hefur áhuga er málið bara að hringja í mig í síma 6926012
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Það er ekki holt fyrir sálina að eyða of miklum tíma á Huga. Sérstaklega ekki á þeim áhugamálum sem kölluð eru tilveran og deiglan. Þar er að finna samsafn af öllu því þröngsýnasta og heimskasta sem íslenska þjóðin hefur alið af sér og upp síðastliðin 20 ár. Stærstur er hópurinn af illa upplýstum stráklingum með hórmónatruflanir og minnamáttakennd sem vita aðeins eitt með vissu í þessu lífi: þeir eru hvítir gagnkynhneigðir karlmenn og sem slíkir er enginn á eftir þeim. Þeir eru seif. Þeir hafa samfélagsfordómana með sér og geta því sett sig ofar kynþáttum, kynhneigðum og kynjum og réttlætt þarmeð tilvist sína. En eitthvað finnst þeim greinlega að sér vegið því raddir þeirra verða sífellt háværarri. Hitler kemur gjarnar inn í umræðuna sem gaur með réttar skoðanir - oftar en ekki í vafið inn í rökleysuflækju þar sem feministum er líkt við nasista. Síðan er málið að tvinna blótsyrðin og apa röflið upp eftir hverjum öðrum og helst nógu hátt. Þykjast þeir þá stórir karlar.
Það sem hræðir mig allra mest er að þessir drengir eiga eftir að vera virkir þegnar í þjóðfélaginu. Þeir eiga eftir að kjósa, vinna á vinnustöðum þar sem útlendingar eru lagðir í einelti, eignast konur til að berja og börn til að klúðra uppeldinu á. Ef ekki eitthvað þaðan af verra.
Einhver staðar er pottur mölbrotinn. Hvort sem ábyrgðin er foreldranna, skólanna, þjóðfélagsins eða internetsins skiptir ekki máli. Við berum öll ábyrgð á hinni harðbrjósta æsku. Það er enginn að halda í tauminn og rassskella þegar við á og það getur aðeins endað með ósköpum. Ég hef engar skyndilausnir á takteinunum en það hlýtur að vera spor í rétt átt að fólk geri sér grein fyrir að eitthvað er rotið og illa lyktandi í þjóðarvitundinni.
Það sem hræðir mig allra mest er að þessir drengir eiga eftir að vera virkir þegnar í þjóðfélaginu. Þeir eiga eftir að kjósa, vinna á vinnustöðum þar sem útlendingar eru lagðir í einelti, eignast konur til að berja og börn til að klúðra uppeldinu á. Ef ekki eitthvað þaðan af verra.
Einhver staðar er pottur mölbrotinn. Hvort sem ábyrgðin er foreldranna, skólanna, þjóðfélagsins eða internetsins skiptir ekki máli. Við berum öll ábyrgð á hinni harðbrjósta æsku. Það er enginn að halda í tauminn og rassskella þegar við á og það getur aðeins endað með ósköpum. Ég hef engar skyndilausnir á takteinunum en það hlýtur að vera spor í rétt átt að fólk geri sér grein fyrir að eitthvað er rotið og illa lyktandi í þjóðarvitundinni.
laugardagur, janúar 15, 2005
Það sem kemur upp úr krafsinu þegar tekið er til í skápum. Eftirfarandi er allt sem ég skrifaði niður eftir að hafa hitt hana Amy Engilberts heima hjá Björgu 9. mars árið 1993. Við höfðum tekið okkur saman þrjú; ég, Björg og Viggó þáverandi kærastinn hennar og fengið hana til spá fyrir okkur. Það er skemmst frá því að segja að reynsla okkar var misjöfn og ekki voru allir jafn ánægðir. Ég hef verið að leita að þessi í mörg ár og oft blaðað í bókinni þar sem þetta fannst núna en ekkert gengið. Sennilega átti ég ekki að finna þetta fyrr en núna - þ.e. ef ég tryði á svoleiðis.
Hérna er það sem ég skrifaði niður - orðrétt:
Amy Engilberts 9/3 '93
Ég er ákveðin, tilfinninganæm, tortryggin, metnaðarfull. Mun verða "leiðbeinandi." Mikið með börnum. Mun eignast nokkur börn, aðallega stráka. Seinni hluti '94 viðburðarríkur. Gerist gífurlega margt '95-'96, sérstaklega '96. Flyt að heima, mun búa í útlöndum (vissi ekki hvar). Börn mun ég eignast með nokkuð löngu millibili, þau verða vernduð, þ.e. ekkert mun koma fyrir þau. Ég held áfram að mennta mig - sagði ekki við hvað ég ynni. Mun ganga vel í starfi, sérstaklega um fertugt, alltaf betur og betur, staðna ekki. Giftist manni sem er jafn ákveðinn og ég. Hef góða "intelectual" línu í hægri lófanum. Mun verða vel efnuð. Gáfuð hvað varðar fjármál (?) Ef ég verð ekkja mun ég giftast aftur. Vinn vel þegar ég ætla mér það. Ég á endilega að syngja - læra að syngja. Ég á eftir að verða öfunduð. Á eftir að vinna við eitthvað stórt fyrirtæki; ríkið, Eimskip - eitthvað þess háttar. Maðurinn minn er ríkur, vinnan í sambandi við sjóinn eða nálægt sjónum. Á að taka E vítamín, magníum og kalsíum og fá nægan svefn.
Þetta er skuggalegt; ég fékk nægan svefn í nótt. Þá er bara að taka vítamínið sitt og skella sér niður á höfn. Kemur einhver með? ;)
Viðbót: Aðrar gersemar sem ég gróf upp úr skápnum voru annars vegar gamla snú-snú bandið mitt og Rubik's Cube anno 1982 (sennilega orðinn antík.) Nú verður gaman!
Hérna er það sem ég skrifaði niður - orðrétt:
Amy Engilberts 9/3 '93
Ég er ákveðin, tilfinninganæm, tortryggin, metnaðarfull. Mun verða "leiðbeinandi." Mikið með börnum. Mun eignast nokkur börn, aðallega stráka. Seinni hluti '94 viðburðarríkur. Gerist gífurlega margt '95-'96, sérstaklega '96. Flyt að heima, mun búa í útlöndum (vissi ekki hvar). Börn mun ég eignast með nokkuð löngu millibili, þau verða vernduð, þ.e. ekkert mun koma fyrir þau. Ég held áfram að mennta mig - sagði ekki við hvað ég ynni. Mun ganga vel í starfi, sérstaklega um fertugt, alltaf betur og betur, staðna ekki. Giftist manni sem er jafn ákveðinn og ég. Hef góða "intelectual" línu í hægri lófanum. Mun verða vel efnuð. Gáfuð hvað varðar fjármál (?) Ef ég verð ekkja mun ég giftast aftur. Vinn vel þegar ég ætla mér það. Ég á endilega að syngja - læra að syngja. Ég á eftir að verða öfunduð. Á eftir að vinna við eitthvað stórt fyrirtæki; ríkið, Eimskip - eitthvað þess háttar. Maðurinn minn er ríkur, vinnan í sambandi við sjóinn eða nálægt sjónum. Á að taka E vítamín, magníum og kalsíum og fá nægan svefn.
Þetta er skuggalegt; ég fékk nægan svefn í nótt. Þá er bara að taka vítamínið sitt og skella sér niður á höfn. Kemur einhver með? ;)
Viðbót: Aðrar gersemar sem ég gróf upp úr skápnum voru annars vegar gamla snú-snú bandið mitt og Rubik's Cube anno 1982 (sennilega orðinn antík.) Nú verður gaman!
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Mér líður eins og ég hafi ferðast aftur í tímann um 18 ár - og það án þess að yngjast hætishót (djö!) Fyrsti tónfræðitíminn minn afrekaði það að vera verri en ég átti von á. Og súrrealískari. Ég var búin að vera þarna í fimm mínútur þegar kennarinn hafði a) lesið alla upp, b) skammast yfir lélegri mætingu, c) skammað mig fyrir að vera ekki með rétt kennslugögn. Ég átti sennilega að finna á mér hvað ég átti að hafa með því þegar ég talaði við hann vikuna áður var mér bara sagt að "kíkja og svo sjáum við til." Ég er s.s. aftur komin í gagnfræðinám - a.m.k. er gagnfræðilykt af kennslunni - hjá afskaplega önugum kennara. Og ég þarf að ná restina af bekknum fyrir næsta tíma. Og klára heimavinnuna mína sem síðan verður farið yfir í tíma. Ætli maður fái gullstjörnu ef vel gengur?
Eftir þetta óþægilega tímaflakk var ég alveg búin á sál og líkama og lá í móki yfir sjónvarpinu til kl. 10 og fór þá að sofa. Ég hafði ætlað að pikka inn viðtalið sem ég tók fyrr um daginn en hafði gjörsamlega enga orku að sækja í fyrir það verkefni. Það var svo ekki fyrr en ég var komin upp í rúm að ég mundi eftir svolitlu sem hafði greinilega dottið út úr hausnum í tónfræðigeðshræringunni. Þegar ég var að leita að réttu skólastofunni fór ég fyrst inn í vitlaust hús og þar upp á fjórðu hæð. Ég gerði mér strax grein fyrir því að ég var á röngum stað en ákvað að rölta aðeins upp smá stiga sem fór upp á fimmtu hæð til að athuga hvort eitthvað væri þar. Svo reyndist ekki vera og þar sem ég trítla aftur niður tröppurnar missi ég undan mér fæturnar og renn niður stigann á mjóbakinu. Þetta var svona stigi með mjúkum dúk, rúnnuðum brúnum og augljóslega nýbónaður. Ferðin niður er ekki hin þægilegasta en ég óbrotin og skrönglast því á fætur, guðslifandifegin að enginn sá til. En það er ekki fyrr en þarna í rúminu sem ég geri mér grein fyrir hvað ég er aum um allan líkamann. Auðvitað tekur svona fall talsvert á og fyrr eða síðar mótmælir líkaminn hástöfum og heimtar hvíld. Sem hann fékk.
Eftir þetta óþægilega tímaflakk var ég alveg búin á sál og líkama og lá í móki yfir sjónvarpinu til kl. 10 og fór þá að sofa. Ég hafði ætlað að pikka inn viðtalið sem ég tók fyrr um daginn en hafði gjörsamlega enga orku að sækja í fyrir það verkefni. Það var svo ekki fyrr en ég var komin upp í rúm að ég mundi eftir svolitlu sem hafði greinilega dottið út úr hausnum í tónfræðigeðshræringunni. Þegar ég var að leita að réttu skólastofunni fór ég fyrst inn í vitlaust hús og þar upp á fjórðu hæð. Ég gerði mér strax grein fyrir því að ég var á röngum stað en ákvað að rölta aðeins upp smá stiga sem fór upp á fimmtu hæð til að athuga hvort eitthvað væri þar. Svo reyndist ekki vera og þar sem ég trítla aftur niður tröppurnar missi ég undan mér fæturnar og renn niður stigann á mjóbakinu. Þetta var svona stigi með mjúkum dúk, rúnnuðum brúnum og augljóslega nýbónaður. Ferðin niður er ekki hin þægilegasta en ég óbrotin og skrönglast því á fætur, guðslifandifegin að enginn sá til. En það er ekki fyrr en þarna í rúminu sem ég geri mér grein fyrir hvað ég er aum um allan líkamann. Auðvitað tekur svona fall talsvert á og fyrr eða síðar mótmælir líkaminn hástöfum og heimtar hvíld. Sem hann fékk.
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Nú á að senda mig í einhverja grunsamlega tónfræði og veit ég ekki hvernig mér á að finnast. Ég á að mæta í dag til skeptísks kennara sem heldur að ég muni skítfalla í öllu. Betta (söngkennari) er hins vegar bjartsýn sem sólin og fullviss þess að ég bara reddi þessi og karlinn viti ekkert í sinn haus. Nýtir hún í því samhengi þau vafasömu rök að ég sem fullorðin manneskja verði mun fljótari að ná þessu heldur en krakkar. Þetta er nefnilega einhver hraðferðar kúrs sem hefur staðið yfir frá því í haust og er nær eingöngu setinn af 15 ára krökkum. Gaman gaman. Eina huggunin er sú að ég er ekki sú eina sem er að dýfa sér með lokuð augun í djúpu laugina þessa dagana. Nakin.
mánudagur, janúar 10, 2005
Ég held ég skelli mér í sund eftir vinnu í dag - jólastirðleikinn farinn að segja til sín með harmkvælum. Fráfarandi helgi var alltof ljúf og afslappandi (þrátt fyrir hörkudjamm á laugardagskvöldið) og vinstri löpp mín farin að taka upp á því að sofna í hvert skipti sem ég sest niður í meira en 10 mínútur í senn. Það getur varla verið fyrirboði neins góðs. Ekki get ég farið í ræktina því það ku víst vera búið að loka henni - og ég sem átti 3 mánuði eftir á kortinu! En ég á ennþá sundkort og þótt ég geri ekkert annað en að busla í potti getur það varla verið til meina.
Leigjandinn minn lagði loksins fram tveggja mánaða leigu og er kominn af svarta listanum. Þrátt fyrir skuldirnar var hann þó ekki jafn ofarlega og hinn leigjandi sem fer alltaf meira og meira í taugarnar á mér sökum gengdarlauss hroka. Kannski er bara um eðlilegt háttalag 24 ára karlmanna að ræða - þar sem eini munurinn er íslenskt vs. bandarískt uppeldi? Minn leigjandi hefur a.m.k. aldrei verið neitt annað en ljúfur sem lamb og linur sem smör ef soldið seinn með leiguna. Það skal tekið fram hérmeð að mér er slétt sama hvort menn eru að ljúga eins og þeir eru langir og sleikja mig upp af yfirgengilegum falskhætti - svo lengi sem ég þarf ekki að hlusta á röflið í merkikertum sem halda að þau séu á einhvern hátt yfir mig hafin.
Leigjandinn minn lagði loksins fram tveggja mánaða leigu og er kominn af svarta listanum. Þrátt fyrir skuldirnar var hann þó ekki jafn ofarlega og hinn leigjandi sem fer alltaf meira og meira í taugarnar á mér sökum gengdarlauss hroka. Kannski er bara um eðlilegt háttalag 24 ára karlmanna að ræða - þar sem eini munurinn er íslenskt vs. bandarískt uppeldi? Minn leigjandi hefur a.m.k. aldrei verið neitt annað en ljúfur sem lamb og linur sem smör ef soldið seinn með leiguna. Það skal tekið fram hérmeð að mér er slétt sama hvort menn eru að ljúga eins og þeir eru langir og sleikja mig upp af yfirgengilegum falskhætti - svo lengi sem ég þarf ekki að hlusta á röflið í merkikertum sem halda að þau séu á einhvern hátt yfir mig hafin.
sunnudagur, janúar 02, 2005
Svo ég skellti mér á áramótafagnað í gær. Fullt af fólki sem ég þekkti ekki neitt stóð fyrir alls herja partýi í flugskýli í Nauthólsvíkinni og hafði hóað í vini og vini vina sem áttu að mæta með grímu og glóandi og glasandi. Fullkomlega rökrétt túlkun á því þema var svo að vefja hárinu mínu saman við litla jólaseríu og mæta spræk. Sem ég gerði. Fékk búningaverðlaunin fyrir vikið - mína eigin freyðivínsflösku - sem ég mátti ekki við. Það verður reyndar að viðurkennast að samkeppnin var ekki ýkja hörð.
Er loksins að skríða saman á sál og líkama í þessum töluðu orðum. Hef gefist upp á því að koma bursta í gegnum hárið sem er ansi illa fyrir kallað eftir seríumeðferðina. Bíð eftir símtali frá bróður mínum sem ætlaði að draga mig með í 5 bíó (13 mínútur til stefnu - sé það ekki gerast). Íbúðin er skuggalega illa fyrir kölluð og ég finn hvergi afmælisumbúðarpappírinn sem ég veit að ég á lager af.
*andvarp*
Er loksins að skríða saman á sál og líkama í þessum töluðu orðum. Hef gefist upp á því að koma bursta í gegnum hárið sem er ansi illa fyrir kallað eftir seríumeðferðina. Bíð eftir símtali frá bróður mínum sem ætlaði að draga mig með í 5 bíó (13 mínútur til stefnu - sé það ekki gerast). Íbúðin er skuggalega illa fyrir kölluð og ég finn hvergi afmælisumbúðarpappírinn sem ég veit að ég á lager af.
*andvarp*
laugardagur, janúar 01, 2005
Þetta er einfaldlega ekki sanngjarnt. Alltaf þarf allt skemmtilegt að gerast á nákvæmilega sama tíma. Nú þarf ég að ákveða mig - í þessari viku, helst í dag - hvernig mig langar að verja fyrri hluta júnímánaðar. Á ég að:
1. Fara á fræðilegt námskeið í mismunandi leikstílum hjá Rúnari Guðbrandssyni - ótrúlega spennandi
2. Fara á grunnnámskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni - ótrúlega gagnlegt
3. Slá þessu upp í kæruleysi og skella mér með kór foreldranna í ævintýraför til New York að syngja Carmina Burana í Carnegie Hall? Það ku ekki vera óalgengt að kórum sé boðið að halda tónleika í húsinu en ætti að verða ótrúlega skemmtilegt engu að síður.
Ég er manneskja sem er haldin svakalegum valkvíða á góðum degi. Þessu sé ég ekki fram á að geta ráðið úr upp á eigin spýtur.
Einhvers staðar á ég Magic 8 ball...
1. Fara á fræðilegt námskeið í mismunandi leikstílum hjá Rúnari Guðbrandssyni - ótrúlega spennandi
2. Fara á grunnnámskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni - ótrúlega gagnlegt
3. Slá þessu upp í kæruleysi og skella mér með kór foreldranna í ævintýraför til New York að syngja Carmina Burana í Carnegie Hall? Það ku ekki vera óalgengt að kórum sé boðið að halda tónleika í húsinu en ætti að verða ótrúlega skemmtilegt engu að síður.
Ég er manneskja sem er haldin svakalegum valkvíða á góðum degi. Þessu sé ég ekki fram á að geta ráðið úr upp á eigin spýtur.
Einhvers staðar á ég Magic 8 ball...
Ég er soldið farin að sjá 13. desember í hillingum. Þá verður allt búið - leikhússstúss og skóli. Það sér reyndar fyrir endann á öllu stressi. Jólatónleikar Tónó voru síðasta mánudag og gengu bara sæmilega og litla óþekka verkið sem Hjárómur tók að sér fyrir Helgu Ragnar var flutt á miðvikudag við góðar undirtektir og kannski nokkrar undrandi augabrúnir. Jóladagskrá Hugleiks er í óða önn að klambrast saman og ekkert eftir í skólanum nema einn píanótími og einn söngtími.
Nú er mig soldið farið að langa til að sofa svefni hinna óstressuðu og setjast síðan niður í góðra vina hópi með stóóóóóóra hvítvínsflösku. Eða tvær.
Nú er mig soldið farið að langa til að sofa svefni hinna óstressuðu og setjast síðan niður í góðra vina hópi með stóóóóóóra hvítvínsflösku. Eða tvær.
Fjársýslan hefur tilhneigingu til að koma þeim leiðréttingum sem við óskum eftir í gegn eftir dúk og disk. Var innihald samræðna sem við samstarfskona mín áttum fyrit stundu.
Af hverju "dúk og disk"? Hvað hafa dúkar og diskar með frestunaráráttu að gera?
Af hverju hef ég aldrei spáð í þessu áður. Maður tileinkar sér alls kyns fraseringar án þess að hafa minnsta grun um hvernig þær virka.
Ég verð hins vegar alltaf að vita hvernig hlutirnir virka - svona þegar ég vakna loks til meðvitundar um tilvist þeirra.
Hvað segja málfarsráðunautin?
Af hverju "dúk og disk"? Hvað hafa dúkar og diskar með frestunaráráttu að gera?
Af hverju hef ég aldrei spáð í þessu áður. Maður tileinkar sér alls kyns fraseringar án þess að hafa minnsta grun um hvernig þær virka.
Ég verð hins vegar alltaf að vita hvernig hlutirnir virka - svona þegar ég vakna loks til meðvitundar um tilvist þeirra.
Hvað segja málfarsráðunautin?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)