fimmtudagur, janúar 13, 2005
Mér líður eins og ég hafi ferðast aftur í tímann um 18 ár - og það án þess að yngjast hætishót (djö!) Fyrsti tónfræðitíminn minn afrekaði það að vera verri en ég átti von á. Og súrrealískari. Ég var búin að vera þarna í fimm mínútur þegar kennarinn hafði a) lesið alla upp, b) skammast yfir lélegri mætingu, c) skammað mig fyrir að vera ekki með rétt kennslugögn. Ég átti sennilega að finna á mér hvað ég átti að hafa með því þegar ég talaði við hann vikuna áður var mér bara sagt að "kíkja og svo sjáum við til." Ég er s.s. aftur komin í gagnfræðinám - a.m.k. er gagnfræðilykt af kennslunni - hjá afskaplega önugum kennara. Og ég þarf að ná restina af bekknum fyrir næsta tíma. Og klára heimavinnuna mína sem síðan verður farið yfir í tíma. Ætli maður fái gullstjörnu ef vel gengur?
Eftir þetta óþægilega tímaflakk var ég alveg búin á sál og líkama og lá í móki yfir sjónvarpinu til kl. 10 og fór þá að sofa. Ég hafði ætlað að pikka inn viðtalið sem ég tók fyrr um daginn en hafði gjörsamlega enga orku að sækja í fyrir það verkefni. Það var svo ekki fyrr en ég var komin upp í rúm að ég mundi eftir svolitlu sem hafði greinilega dottið út úr hausnum í tónfræðigeðshræringunni. Þegar ég var að leita að réttu skólastofunni fór ég fyrst inn í vitlaust hús og þar upp á fjórðu hæð. Ég gerði mér strax grein fyrir því að ég var á röngum stað en ákvað að rölta aðeins upp smá stiga sem fór upp á fimmtu hæð til að athuga hvort eitthvað væri þar. Svo reyndist ekki vera og þar sem ég trítla aftur niður tröppurnar missi ég undan mér fæturnar og renn niður stigann á mjóbakinu. Þetta var svona stigi með mjúkum dúk, rúnnuðum brúnum og augljóslega nýbónaður. Ferðin niður er ekki hin þægilegasta en ég óbrotin og skrönglast því á fætur, guðslifandifegin að enginn sá til. En það er ekki fyrr en þarna í rúminu sem ég geri mér grein fyrir hvað ég er aum um allan líkamann. Auðvitað tekur svona fall talsvert á og fyrr eða síðar mótmælir líkaminn hástöfum og heimtar hvíld. Sem hann fékk.
Eftir þetta óþægilega tímaflakk var ég alveg búin á sál og líkama og lá í móki yfir sjónvarpinu til kl. 10 og fór þá að sofa. Ég hafði ætlað að pikka inn viðtalið sem ég tók fyrr um daginn en hafði gjörsamlega enga orku að sækja í fyrir það verkefni. Það var svo ekki fyrr en ég var komin upp í rúm að ég mundi eftir svolitlu sem hafði greinilega dottið út úr hausnum í tónfræðigeðshræringunni. Þegar ég var að leita að réttu skólastofunni fór ég fyrst inn í vitlaust hús og þar upp á fjórðu hæð. Ég gerði mér strax grein fyrir því að ég var á röngum stað en ákvað að rölta aðeins upp smá stiga sem fór upp á fimmtu hæð til að athuga hvort eitthvað væri þar. Svo reyndist ekki vera og þar sem ég trítla aftur niður tröppurnar missi ég undan mér fæturnar og renn niður stigann á mjóbakinu. Þetta var svona stigi með mjúkum dúk, rúnnuðum brúnum og augljóslega nýbónaður. Ferðin niður er ekki hin þægilegasta en ég óbrotin og skrönglast því á fætur, guðslifandifegin að enginn sá til. En það er ekki fyrr en þarna í rúminu sem ég geri mér grein fyrir hvað ég er aum um allan líkamann. Auðvitað tekur svona fall talsvert á og fyrr eða síðar mótmælir líkaminn hástöfum og heimtar hvíld. Sem hann fékk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli