laugardagur, janúar 01, 2005
Ég er soldið farin að sjá 13. desember í hillingum. Þá verður allt búið - leikhússstúss og skóli. Það sér reyndar fyrir endann á öllu stressi. Jólatónleikar Tónó voru síðasta mánudag og gengu bara sæmilega og litla óþekka verkið sem Hjárómur tók að sér fyrir Helgu Ragnar var flutt á miðvikudag við góðar undirtektir og kannski nokkrar undrandi augabrúnir. Jóladagskrá Hugleiks er í óða önn að klambrast saman og ekkert eftir í skólanum nema einn píanótími og einn söngtími.
Nú er mig soldið farið að langa til að sofa svefni hinna óstressuðu og setjast síðan niður í góðra vina hópi með stóóóóóóra hvítvínsflösku. Eða tvær.
Nú er mig soldið farið að langa til að sofa svefni hinna óstressuðu og setjast síðan niður í góðra vina hópi með stóóóóóóra hvítvínsflösku. Eða tvær.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli