laugardagur, janúar 01, 2005
Þetta er einfaldlega ekki sanngjarnt. Alltaf þarf allt skemmtilegt að gerast á nákvæmilega sama tíma. Nú þarf ég að ákveða mig - í þessari viku, helst í dag - hvernig mig langar að verja fyrri hluta júnímánaðar. Á ég að:
1. Fara á fræðilegt námskeið í mismunandi leikstílum hjá Rúnari Guðbrandssyni - ótrúlega spennandi
2. Fara á grunnnámskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni - ótrúlega gagnlegt
3. Slá þessu upp í kæruleysi og skella mér með kór foreldranna í ævintýraför til New York að syngja Carmina Burana í Carnegie Hall? Það ku ekki vera óalgengt að kórum sé boðið að halda tónleika í húsinu en ætti að verða ótrúlega skemmtilegt engu að síður.
Ég er manneskja sem er haldin svakalegum valkvíða á góðum degi. Þessu sé ég ekki fram á að geta ráðið úr upp á eigin spýtur.
Einhvers staðar á ég Magic 8 ball...
1. Fara á fræðilegt námskeið í mismunandi leikstílum hjá Rúnari Guðbrandssyni - ótrúlega spennandi
2. Fara á grunnnámskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni - ótrúlega gagnlegt
3. Slá þessu upp í kæruleysi og skella mér með kór foreldranna í ævintýraför til New York að syngja Carmina Burana í Carnegie Hall? Það ku ekki vera óalgengt að kórum sé boðið að halda tónleika í húsinu en ætti að verða ótrúlega skemmtilegt engu að síður.
Ég er manneskja sem er haldin svakalegum valkvíða á góðum degi. Þessu sé ég ekki fram á að geta ráðið úr upp á eigin spýtur.
Einhvers staðar á ég Magic 8 ball...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli