mánudagur, janúar 10, 2005
Ég held ég skelli mér í sund eftir vinnu í dag - jólastirðleikinn farinn að segja til sín með harmkvælum. Fráfarandi helgi var alltof ljúf og afslappandi (þrátt fyrir hörkudjamm á laugardagskvöldið) og vinstri löpp mín farin að taka upp á því að sofna í hvert skipti sem ég sest niður í meira en 10 mínútur í senn. Það getur varla verið fyrirboði neins góðs. Ekki get ég farið í ræktina því það ku víst vera búið að loka henni - og ég sem átti 3 mánuði eftir á kortinu! En ég á ennþá sundkort og þótt ég geri ekkert annað en að busla í potti getur það varla verið til meina.
Leigjandinn minn lagði loksins fram tveggja mánaða leigu og er kominn af svarta listanum. Þrátt fyrir skuldirnar var hann þó ekki jafn ofarlega og hinn leigjandi sem fer alltaf meira og meira í taugarnar á mér sökum gengdarlauss hroka. Kannski er bara um eðlilegt háttalag 24 ára karlmanna að ræða - þar sem eini munurinn er íslenskt vs. bandarískt uppeldi? Minn leigjandi hefur a.m.k. aldrei verið neitt annað en ljúfur sem lamb og linur sem smör ef soldið seinn með leiguna. Það skal tekið fram hérmeð að mér er slétt sama hvort menn eru að ljúga eins og þeir eru langir og sleikja mig upp af yfirgengilegum falskhætti - svo lengi sem ég þarf ekki að hlusta á röflið í merkikertum sem halda að þau séu á einhvern hátt yfir mig hafin.
Leigjandinn minn lagði loksins fram tveggja mánaða leigu og er kominn af svarta listanum. Þrátt fyrir skuldirnar var hann þó ekki jafn ofarlega og hinn leigjandi sem fer alltaf meira og meira í taugarnar á mér sökum gengdarlauss hroka. Kannski er bara um eðlilegt háttalag 24 ára karlmanna að ræða - þar sem eini munurinn er íslenskt vs. bandarískt uppeldi? Minn leigjandi hefur a.m.k. aldrei verið neitt annað en ljúfur sem lamb og linur sem smör ef soldið seinn með leiguna. Það skal tekið fram hérmeð að mér er slétt sama hvort menn eru að ljúga eins og þeir eru langir og sleikja mig upp af yfirgengilegum falskhætti - svo lengi sem ég þarf ekki að hlusta á röflið í merkikertum sem halda að þau séu á einhvern hátt yfir mig hafin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli