

Gleðilega páska
Ef einhver skyldi detta inn í hið annars ágæta mexíkóska veitingahús Culiacan í Skeifunni skal sá hinn sami hér með varaður við stórhættilegum rétti sem veitingahúsið hefur á matseðli sínum. Santa fe salat (með kjúkling). Á ótímabærum dauða mínum átti ég von en að verða fyrir salatárás var frekar neðarlega á lista væntinganna. Þessi annars prýðilega bragðgóði réttur inniheldur nefnilega m.a. niðurmulda og mjög árásagjarna nachosbita. Þegar egghvössu bitunum hefur verið blanda haganlega saman við kjúkling, salsa, kál og fleira góðgæti og fórnarlambið skóflað í sig eins og einum munnbita verður hættan ljós. Engin leið er að spá fyrir um hvernig nachosbitarnir lenda uppi í munninum. Grunlaus neytandinn finnur skyndilega fyrir hvössum hornunum á viðkvæmum stöðum og verður að fara mjög varlega þegar tuggið er. Því miður áttaði ég mig ekki á hættunni nú í hádeginu og er nú með frekar ljótt sár í gómnum þar sem nachoshelvítið skar á mig gat! Mexikóskir réttir eru greinilega aðeins fyrir þá allra hörðustu og í dag var ég dæmd úr leik.

Í spilaranum:

Vandræðagemlingar
Aðalsteinn Almúginn í París Anna Begga Árni Ástþór Björg Eva Fúlhildur Gerður Gummi E. Gummi Lú Guðfinna Halla Heiða Hjalti Hr. Muzak Hörður Íris Jenný Jóhanna Ýr Naflaló Nanna Reifararottur Rósa Elísabet Sigga Birna Sigga Lára Siggadís Skotta Snorri Svandís The Loa Varrius Þórarinn Þórdís Þórunn Gréta
Almenn afþreying
Ástríki Heimasíða Naflalóar Hugleikur Hraun Bandalag Íslenskra leikfélaga Meg's Boyfriend of the Week Internet Movie Database uComics Weebl and Bob Bloglines Swapatorium Too much free time io9 Post Secret Wikipedia Ljótu hálfvitarnir Nornabúðin The Film Experience Haraldur íkorni Vantrú Oh no they didn't Hjárómur
Í uppáhaldi:
Buffy the Vampire Slayer Angel Oz Lost Spaced Heroes House Homicide: Life on the Streets The League of Gentlemen Shameless Doctor Who Torchwood Skins Veronica Mars How I met your mother
Amazon óskalisti