miðvikudagur, mars 16, 2005

Skítabankar. Hlaða á mann gylliboðum svo mánuðum skiptir og svo loksins þegar maður lætur undan og ætlar að blanda geði við hina vaxtarlágu kemur á daginn að maður hefur ekki efni á að lifa. Ég er víst ekki nógu tekjuhá og merkileg til að hljóta náð fyrir greiðslumatsaugum Íslandbanka. Ég er alveg nógu góð til að greiða þeim vexti og ýmis afgreiðslugjöld og engir fettir fingrum út í hinar talsvert hærri afborganir sem fara til Íbúðalánasjóðs en vei mér fyrir að halda að ég, aumur ritarinn, geti gerst endurfjármögnuð og elegant. Mér fer víst best að svamla áfram í skuldasúpunni, greiða mína yfirdráttarvexti og vera þakklát á meðan bankinn hirðir ekki heimilið. Bah!

1 ummæli:

sapuopera sagði...

Já þetta eru ógeðspöddur og auðvitað fáránlegt að greiðslumat miðist ekki við það sem maður hefur þegar sýnt fram á að maður ráði við.