þriðjudagur, mars 01, 2005
Það legst s.s. bloggværð yfir mann þegar maður hefur ekki jafnan aðgang að netinu. Við - kæru lesendur - erum nú á degi 10 í tölvuleysi og sér ekki fyrir endann á því. Til að gera langa og leiðinlega sögu stutta þá vil ég meina að Og Vodafone sé að klúðra einhverju í tengingunni á meðan það góða fyrirtæki vill kenna mér um. Og þar sitjum við í pattstöðu.
Annars er framkvæmdagleðin að ná tökum á mér. Auk þess að ég er komin með nýjan sófa í stofana (allt annað líf) hef ég ákvðið að flikka upp á græna stólinn minn. Þetta er húsgagn sem pabbi keypti í Danmörku á námsárum sínum þar - kringum 1966 - og sér varla á. Þ.e. þangað til Gabríel meig í setuna. Um leið og ég uppgötvaði það reif ég að sjálfsögðu áklæðið af setunum og henti í þvottavél med det samme. Stillti á 40 og var ánægð með dagsverkið. Nema mér láðist að hugsa mig um í svona 3 sekúndur og komast að þeirri augljósu niðurstöðu að áklæðið væri ekki beinlínis úr polyester. Þetta reyndist vera hin fínasta ull sem fyrir utan það að tætast upp í vélinni minnkaði sem nam ca. 3 buxnastærðum. Ég á reynar nokkuð erfitt með að gráta það mjög mikið því seturnar sjálfar voru komnar á síðasta snúning; svampurinn farinn að molna og víravirkið potast í gegn. Þannig að ég er á leið í Listadún að redda mér nýjum sessum + áklæði. Ætla að drífa mig í dag eftir vinnu. Strax á eftir er svo förinni heitið í næstu Húsasmiðja og keyptur sandpappír og viðarolía. Stóllinn skal verða svo fínn að sjálf Vala Matt grenjar af öfund.
Annars er framkvæmdagleðin að ná tökum á mér. Auk þess að ég er komin með nýjan sófa í stofana (allt annað líf) hef ég ákvðið að flikka upp á græna stólinn minn. Þetta er húsgagn sem pabbi keypti í Danmörku á námsárum sínum þar - kringum 1966 - og sér varla á. Þ.e. þangað til Gabríel meig í setuna. Um leið og ég uppgötvaði það reif ég að sjálfsögðu áklæðið af setunum og henti í þvottavél med det samme. Stillti á 40 og var ánægð með dagsverkið. Nema mér láðist að hugsa mig um í svona 3 sekúndur og komast að þeirri augljósu niðurstöðu að áklæðið væri ekki beinlínis úr polyester. Þetta reyndist vera hin fínasta ull sem fyrir utan það að tætast upp í vélinni minnkaði sem nam ca. 3 buxnastærðum. Ég á reynar nokkuð erfitt með að gráta það mjög mikið því seturnar sjálfar voru komnar á síðasta snúning; svampurinn farinn að molna og víravirkið potast í gegn. Þannig að ég er á leið í Listadún að redda mér nýjum sessum + áklæði. Ætla að drífa mig í dag eftir vinnu. Strax á eftir er svo förinni heitið í næstu Húsasmiðja og keyptur sandpappír og viðarolía. Stóllinn skal verða svo fínn að sjálf Vala Matt grenjar af öfund.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vá. Ég er a.m.k. farin að grenja af öfund. Ég á tvo eldgamla stóla með ljótasta og tættasta áklæði norðan Alpafjalla. Má ég koma með þá í fóstur til þín?
Skrifa ummæli