föstudagur, júlí 01, 2005

Komin aftur í bæinn - búin að standa í stífu fríi alla síðustu viku. Held ég noti helgina í að jafna mig.

Vaknaði snemma í morgun og byrjaði að taka saman allt í bústaðnum og þrífa. Tókst að komu öllu draslinu í bílinn og að skila lyklunum á slaginu 12. Brunaði síðan í bæinn og beint í vinnuna. Mjólkin - og það sem verra er; bjórinn - er hægt og rólega að hitna úti bíl.

Ég þurfti að mæta tvisvar í hljómfræði tíma í vikunni (á mánudag og miðvikudag) og þar sem ég var hvort eð er stödd í bænum var ég að vinna á þriðjudaginn og fór á fyllerí á miðvikudaginn. Ég hef samtals, á einni viku, keyrt leiðina á milli Reykjavíkur og Brekkuskógs - rúmlega 100 km - sex sinnum. Nær alltaf í grenjandi rigningu. Það var reyndar alveg ágætt og ég hlustaði á einhverjar bækur á spólum leiðinni en nú langar mig soldið til að vera bæði kjur og þurr.

Og sjá War of the Worlds. Syndaflóðsstemning síðustu daga hefur gert það að verkum að ég er ákkúrat rétt stemmd til að sjá geimverur rústa jörðinni.

Engin ummæli: