sunnudagur, júlí 17, 2005

Þá vitum við það.
Hér eftir tekur því ekki að fara í ræktina og stunda holla lífshætti.
Hætta að drekka/reykja/dópa/éta/dánlóda/spara/slúðra/svindla undan skatti. Aðeins eitt ár til að velja einhverjar æðrir vættir í eitt skipti fyrir öll og trúa af öllum lífs og sálar kröftum. Gamli karlinn með skiltið sem heldur sig samviskusamlega á horni Langholtsvegar og Holtavegar hafði rétt fyrir sér. Heimsendir er víst virkilega í nánd.

Ég tek það fram að ég er aðeins að koma skilaboðunum á framfæri þótt augljóslega hafi ég fundið þetta á mér eins og sést á titli þessa bloggs.

Ritað á vegg á Rauðarárstíg:

Engin ummæli: