mánudagur, júlí 24, 2006

Þannig er nú það

Eftir nákvæmlega 5 daga frumsýnir Leikfélagið Sýnir Mávinn eftir gleðiskáldið Tjekoff í Elliðarárdalnum í leikstjórn Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar Denna.

Frumsýning er áætluð kl. 3 og sagan segir að það sé aldrei slæmt veður á sýnískum sýningum. Allir sem hafa áhuga á að sjá sýninguna eru hvattir til að mæta sem fyrst því þær verða aðeins 3 hér í bænum og ein á Dalvík á Fiskidaginn mikla. Ég veit að sumir lesendur þessa bloggs eru sérlega forvitnir um leikni mína með ákvexti og verður tækifæri til að upplifa það "læf" á sjálfri sýningunni. Plottið þekkja annars allir sem hafa nokkru sinni horft á Bold and the Beautiful:

Glæsileg leikkona sem má muna sinn fífil fegurri eyðri sumri á sveitasetri ásamt fjölskyldu og vinum. Hún hefur togað með sér frægan höfund og kvennabósa sem hefst óðar til við að reyna að fífla unga sveitastúlku sem stjörnur í augum. Til að flækja málin er sonur leikkonunnar, upprennandi skáld sjálfur, yfir sig ástfanginn af þessari stúlku og ekki ánægður með gang mál. S.s. ást og afbrýði í íslenskri rússneskri náttúru.

Í þessari leikgerð er aðeins búið að breyta og bæta og staumlínulaga leikritið. Annars tæki þetta helvíti 4 klukkustundir í flutningu. Nú er það ca. 2 klukkustundir og ætti engum að leiðast.

Frumsýning laugardaginn 29. júlí kl. 15:00
Önnur sýning mánudaginn 31. júlí kl. 20:00
Þriðja sýning fimmtudaginn 10. ágúst kl. 19:00
Fjórða sýning laugardaginn 12. ágúst (á Dalvík - tímasetning auglýst síðar)

Frá æfingum:

Menn, ljón, ernir og akurhænur...

Masha og Trigorín á trúnó

Hljómsveitin

Kvöld í Elliðarárdal

Jakob og Ivan sinna skyldustörfum

Nína færir Dorn falleg blóm

Þetta ætti að kallst dáindis gott dagsverk. Ég var frá æfingu í kvöld sökum bakkvala sem ég er að reyna að tæla í burtu með dópi og sundferðum. Nú sit ég ekki fyrir framan tölvuna sekúndu lengur.

2 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Veit ekki akkurru, en mér finnst máfurinn eðlilegra á fuglinum, en Mávurinn á leikritinu. Vird.

Og, er sem mér sýnist að Bibbi sé að leika? Sé svo hefur þar verið lypt miklu Grettistaki, og er vel. Ef ekki... tja þá er drengurinn náttlega bara ennþá sami blésinn....

Ásta sagði...

Bibbi er nú bara í sínnu eðlilega bibbíska hlutverki: tónlistarhöfundur, flytjandi og maestro. Hann hefur ekki hlutverk sem slíkt. Sé fyrir mér að það sér langtíma verkefni.