mánudagur, júlí 03, 2006

Sjaldséðir eru hvítir hrafnar, sól á sumarhimni og Ásta Gísla á djamminu. Engu að síður var hægt að glitta í eitt af þessu þrennu síðustu helgi. Ég var ofurliði borin af Auði, Áslaugu og Sóleyju, toguð niður í bæ og lét mér bara vel líka. Lét fyrst teyma mig inn á Hraun-laust Rosenberg sem var ný og skelfileg reynsla (þótt viss huggun væri í því að sjá tvær fimmtugar gellur takað sporið af miklu krafti fyrir framan fýldan trúbador.) Síðan var það röðin á Thorvaldssen sem var nokkurn veginn eins upplifun og inni á Thorvaldssen nema þar kostaði bjór 800 kr. Kvöldið allt var hið ljúfasta og eftirköstin lítil sem enginn. Ég afrekaði það meira að segja að taka til og skúra á heimilinu ásamt því að slá garðinn og klippa limgerði. Allt í allt - hin árangursríkasta helgi.

Punkturinn yfir i-ið var svo smá kameo í sjónvarpþætti allra landsmanna - Út og suður - en Gísli og co. höfðu heimsótt Húsabakka á meðan á leiklistarnámskeiðunum stóð í júní. Þeir sem misstu af geta horft hér.

1 ummæli:

Svandís sagði...

Þú ert bara aðal stjarnan ;)