sunnudagur, júlí 30, 2006

Jæja - þá erum við frumsýnd. Mér tókst að húrra á hausinn í mínu eina atriði - svo vel víst að margir héldu að það væri með ráðum gert. Nú þarf ég víst að húrra jafn fallega á hausinn í öllum komandi sýningum. Það sem maður gerir ekki fyrir eitt stykki Fynd. Annars var ansi góður rómur gerður að sýningunni og samkvæmt hefðinni var glampandi sól og dásamlegheit út alla sýninguna.

Var að koma heim úr frumsýningarpartýinu sem er ennþá í fullu fjöri á Selfossi í þessum rituðu orðum. Við eyddum kvöldinu í Helli (sjá mynd að neðan) ásamt gömlum Bandalagsskólafélögum þar sem var mikið grillað, drukkið og sungið. Og haldnir mini-Bandaleikar. Reyndar skíttapaði mitt lið sökum tjáningarskorts enda kölluðumst við Liðleskjur og bárum nafn með renntu. Sem dæmi: liðamótaleysi Sævar hefði getað tryggt okkur sigur en í staðinn var hann látinn sitja hjá. Við héldum nokkur í bæinn þegar fjörið stóð sem hæst og það verður dásamlegt að hafa engum skyldum að gegna á morgun. A.m.k. ekkert meira krefjandi en bíóferð og tónleikaskrepp.

Spakmæli kvöldsins koma frá Frosta: "Eins og snigill sem býr um sig í annars skel." Mér var fyrirskipað að muna þetta gullkorn af talsvert ölvuðu en ónefndu fólki.

1 ummæli:

Gadfly sagði...

Næst detturðu bara á tréhausinn.