föstudagur, september 15, 2006
Átti gott spjall við skattinn í hádeginu. Mikil ósköp er allt kristalstært núna. Í stuttu máli - á meðan neysluvörur og lán hækka upp úr öllu valdi eiga launin í vandræðum með að halda í við þensluna. Á sama tíma hækkar fasteignaverð meira en góðu hófi gegnir. Þar af leiðandi hækkar fasteignamat. Og eignahluti minn í blessaðri fasteigninni. Sem gerir það að verkum að það eina sem lækkar eru vaxtabæturnar. Því stjórnvöld eru ekkert að flýta sér að hækka viðmiðunartöluna (rétt undir 6 milljónum - einhvern veginn þarf Guðni að hafa efni á hesthúsunum sínum) og af því að einhver lúsablesi seldi sambærilega íbúð í götunni á 13,4 er ég núna orðin forrík á pappírum. Ekki nóg með að greiðsluþjónustan vilji 22 þús. krónum meira á mánuði frá mér heldur hefur ríkið núna minnkað einu greiðsluna sem ég fæ frá því (fyrir utan laun) um meira en helming. Dásamlegt. Það fer alveg að koma tími á að selja allt heila klabbið og flýja land. Ég bið ekki um mikið - bara getu til að lifa á laununum.
Hmm... veðflutningur skyndilega orðinn mögulegur...
Hmm... veðflutningur skyndilega orðinn mögulegur...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kemur bara með okkur í Danaveldi ;o)
JYJ
Skrifa ummæli