fimmtudagur, október 26, 2006
Það hefur gætt umtalsverðs kæruleysis á þessu bloggi og í mínu lífi undanfarið. En því tímabili mun brátt ljúka.
Ég hef verið að heyja óvenju harða orustu við síðuna mína - og um tíma leit út fyrir að hún hefði vinninginn þar sem ég skakklappaðist um sveitir og héruð og kveinkaði mér óspart út af bakverk. En nú er komið plan. Ég heimsótti sjúkraþjálfara í dag sem blöskraði bólgan og er nú komin með tilskipan upp á sund fjórum sinnum í viku ásamt heimaæfingum og frekari sjúkraþjálfaraheimsóknum. Skal þessi forni fjandi yfirunnin í eitt skipti fyrir öll. Eða í öllu falli haldið kyrfilega kjurrum undir skóhælnum.
Og af því að ég hef einsett mér að ráðast aðeins á hæstu garðana hef ég sett mér annað markmið í lífinu: ég ætla að læra allan texann við Vor í Vaglaskógi. Ó já.
Það forheimskulegt að ætla bara að taka eina spýtu í einu og klára hana: heimsyfirráð eða dauði!
Ég hef verið að heyja óvenju harða orustu við síðuna mína - og um tíma leit út fyrir að hún hefði vinninginn þar sem ég skakklappaðist um sveitir og héruð og kveinkaði mér óspart út af bakverk. En nú er komið plan. Ég heimsótti sjúkraþjálfara í dag sem blöskraði bólgan og er nú komin með tilskipan upp á sund fjórum sinnum í viku ásamt heimaæfingum og frekari sjúkraþjálfaraheimsóknum. Skal þessi forni fjandi yfirunnin í eitt skipti fyrir öll. Eða í öllu falli haldið kyrfilega kjurrum undir skóhælnum.
Og af því að ég hef einsett mér að ráðast aðeins á hæstu garðana hef ég sett mér annað markmið í lífinu: ég ætla að læra allan texann við Vor í Vaglaskógi. Ó já.
Það forheimskulegt að ætla bara að taka eina spýtu í einu og klára hana: heimsyfirráð eða dauði!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég hætti mér í heitan pott um daginn, í korter, og þóttist nokkuð góð. Að vísu hef ég meira og minna legið í bælinu síðan en ætla að reyna aftur við fyrsta tækifæri. Kannski ég hafi þá samband? (btw ekki fræðilegur möguleiki að ég fari út í KALDA laug og SYNDI - laugar eru í mínum huga staður til að slappa af í heitum potti)
æji flott hjá þér að kljást svona kröftulega við þennan forna fjanda.
Ég er þaulvön að fara í sund með pottaleppum. Þú slappar bara af á meðan ég tek nokkrar ferðir. Ég hef ekki hugsað mér að fara geyst í þetta.
Já, það sagði Flosi allavega...
Stattu þig stelpa, knús að norðan;-)
Skrifa ummæli