þriðjudagur, október 10, 2006

Mig langar heim að sofa.

Svo langar mig til að einhver komi heim til mín, taki til, eldi handa mér súpu, vaski upp, kaupi handa mér uppþvottavél og setji í hana, kveiki á kertum, breiði yfir mig teppi, gefi kettinum, þvoi þvott og slökkvi ljósin. Á meðan ætla ég að liggja í móki.

Fjandans kvef.

4 ummæli:

fangor sagði...

æ greyið mitt. væri ég ekki með barni myndi ég gera þetta allt saman fyrir þig. að uppþvottavélakaupunum undanskildum reyndar

Ásta sagði...

*sniff* takk - er farið að líða betur að ætla að hætta vorkenna sjálfri mér ákkúrat ... núna!

Anna Begga sagði...

mér finnst fyndið að þú viljir að einhver vaski upp fyrir þig og kaupi síðan uppþvottavél og setji í hana fyrir þig ;)

Ásta sagði...

Ég sagði aldrei að það þyrfti að vera lógík í þessu ferli.