miðvikudagur, desember 27, 2006
Jólin fór fram - venju samkvæmt - í frið og spekt heima hjá bróður mínum. Krakkarnir voru að springa af spenningi og fengu því að opna jólagjafir frá foreldrunum fyrst og var hamingjan með fenginn slík að þau litu varla við öðrum gjöfum eftir það. Gísli Hrafn varð að stökkbreyttri ninja skjalböku á táningsaldri og duldist engum að hann var ekkert smá flottur - enda spígsporaði hann um allt í múnderingunni og tilkynnti öllum sem heyra vildu einmitt það:
Sigrún Ýr varð húsfrú hin mikla með glænýja fasteign:
Ekki var sama hver fékk að kíkja í heimsókn en mér skilst að seinna um kvöldið hafi hún hleypt þessum lýð inn fyrir náð og miskunn:
Annars var af nógu að taka þetta kvöld - og útbýttað undir öruggri stjórn Hebu:
Og allir fengu pakka - meira að segja krumpaðir kallar:
Engin mynd náðist af mér og mömmu enda var kapphlaupið við að rífa upp pakkana - sem tók rúma 2 tíma - þvílíkt að sáralítill tími gafst fyrir myndatökur. Enda gleymdi ég flassi í flestum tilfellum eins og sést.
Sigrún Ýr varð húsfrú hin mikla með glænýja fasteign:
Ekki var sama hver fékk að kíkja í heimsókn en mér skilst að seinna um kvöldið hafi hún hleypt þessum lýð inn fyrir náð og miskunn:
Annars var af nógu að taka þetta kvöld - og útbýttað undir öruggri stjórn Hebu:
Og allir fengu pakka - meira að segja krumpaðir kallar:
Engin mynd náðist af mér og mömmu enda var kapphlaupið við að rífa upp pakkana - sem tók rúma 2 tíma - þvílíkt að sáralítill tími gafst fyrir myndatökur. Enda gleymdi ég flassi í flestum tilfellum eins og sést.
föstudagur, desember 22, 2006
Er ekki í lagi með fólk?
Eitthvað segir mér að bókin verði lengi að dröslast út af markaðnum í reynd. Ef þetta á vekja einhvern áhuga hjá mér til að lesa hina aumingja misskildu bók þá verð ég að segja að þeir höfðu ekki gimmik sem erfiði. Vill til að ég veit að við gagnrýnandinn höfum svipaðan smekk á bókum.
En mikið ofboðslega hefur hún hitt á viðkvæman blett. Hver vissi að keisarinn væri svona spéhræddur? ;)
Eitthvað segir mér að bókin verði lengi að dröslast út af markaðnum í reynd. Ef þetta á vekja einhvern áhuga hjá mér til að lesa hina aumingja misskildu bók þá verð ég að segja að þeir höfðu ekki gimmik sem erfiði. Vill til að ég veit að við gagnrýnandinn höfum svipaðan smekk á bókum.
En mikið ofboðslega hefur hún hitt á viðkvæman blett. Hver vissi að keisarinn væri svona spéhræddur? ;)
fimmtudagur, desember 21, 2006
Afmælisdagurinn var bara hinn fínasti. Ég tróð brauði og kökum í samstarfsmenn mína, kíkti á sjónvarpsforsýningu á tveimur barnamyndum ásamt Emblu og Auði og þeirra börnum, heimsótti KFC, lærði allt sem ég vildi nokkurn tímann vita um heimafæðingar ;), fékk gjafir og afmæliskveðjur, kvaddi leigjandann fyrir fullt og allt og lognaðist út af af þreytu um ellefuleytið og svaf lengur en elstu menn muna. Sem er eins gott því það ríkir víst aldrei nein lognmolla á þessum síðustu dögum fyrir jól.
En nú þarf ég að skjótast út og reyna að kaupa allra allar síðustu gjöfina sem eftir er. Eins gott að hún sé til...
En nú þarf ég að skjótast út og reyna að kaupa allra allar síðustu gjöfina sem eftir er. Eins gott að hún sé til...
miðvikudagur, desember 20, 2006
Ammæli í dag.
Þótt undarlegt megi virðast leggst þessi dagur miklu betur í mig heldur en hann gerði í fyrra. Það reynist vera mun auðveldara að verða 34 heldur en 33 - hafið það í huga börnin mín.
Ég hef ekki hugsað mér að halda neitt sérstaklega upp á það - þessi tími býður ekki upp á veisluhöld nema heill tugur standi til. Ég reyni frekar að skála fyrir sjálfri mér á jólatónleikum Hrauns á föstudaginn. Ég er hins vegar alltaf til í að hitta fólk ef fólk vill hitta mig og hægt að koma slíku í kring án mikillar fyrirhafnar. Ég hef hvort eð bara hugsað mér að tjilla heima í kvöld.
Það hjálpar svo kannski að í dag er mér boðið á forsýningu á barnamyndinni Óskabrunnurinn sem ég lék svo eftirminnilega í síðasta sumar. Alveg heilar 10 sekúntur - ef ég hef ekki verið klippt úr. Og þótt að það sé að sjálfsögðu leyndur draumur minn að sjá sjálfa mig á alltof stóru tjaldi í þröngum fötum að púla á stairmaster get ég alveg ímyndað mér skemmtilegri leiðir til að halda upp á daginn. T.d. dansa ballett á Arnahóli á Menningarnótt í jarðskjálfa. Öll mín stressorka beinist a.m.k. að þessu boði og lítið eftir handa aldurskomplexum.
Þótt undarlegt megi virðast leggst þessi dagur miklu betur í mig heldur en hann gerði í fyrra. Það reynist vera mun auðveldara að verða 34 heldur en 33 - hafið það í huga börnin mín.
Ég hef ekki hugsað mér að halda neitt sérstaklega upp á það - þessi tími býður ekki upp á veisluhöld nema heill tugur standi til. Ég reyni frekar að skála fyrir sjálfri mér á jólatónleikum Hrauns á föstudaginn. Ég er hins vegar alltaf til í að hitta fólk ef fólk vill hitta mig og hægt að koma slíku í kring án mikillar fyrirhafnar. Ég hef hvort eð bara hugsað mér að tjilla heima í kvöld.
Það hjálpar svo kannski að í dag er mér boðið á forsýningu á barnamyndinni Óskabrunnurinn sem ég lék svo eftirminnilega í síðasta sumar. Alveg heilar 10 sekúntur - ef ég hef ekki verið klippt úr. Og þótt að það sé að sjálfsögðu leyndur draumur minn að sjá sjálfa mig á alltof stóru tjaldi í þröngum fötum að púla á stairmaster get ég alveg ímyndað mér skemmtilegri leiðir til að halda upp á daginn. T.d. dansa ballett á Arnahóli á Menningarnótt í jarðskjálfa. Öll mín stressorka beinist a.m.k. að þessu boði og lítið eftir handa aldurskomplexum.
fimmtudagur, desember 14, 2006
Húsnæðishopp fólksins í kringum mig hefur hreyft við einhverjum eirðarleysishnút í mér. Mig langar líka í nýja íbúð. Sennilega fyrst og fremst vegna þess að ég er búin að fá leið á nágrönnunum og leigjendunum. Og alltof stórum garði. Ég vil ekki þurfa að díla við neitt nema mig, köttinn og það sem gerist innan veggja íbúðarinnar.
Sambærilegar íbúðir eru settar á ca. 100% hærra verð en það sem ég keypti mína á fyrir fimm árum. Nú langar mig til að selja þessa og kaupa mér aðrar - með stærra eldhúsi og hugsanlega baðkari í fullri stærð - svölum og engum garði - og í öðru og óvinsælla hverfi. Kannski Kópavogi. Læt mig svo dreyma um að græða einhvern pening á skiptunum svo ég geti keypt mér píanó.
Verst að ég þyrfti þá að byrja á því að skipta um gler í gluggunum í stofunni og því nenni ég alls ekki.
Sambærilegar íbúðir eru settar á ca. 100% hærra verð en það sem ég keypti mína á fyrir fimm árum. Nú langar mig til að selja þessa og kaupa mér aðrar - með stærra eldhúsi og hugsanlega baðkari í fullri stærð - svölum og engum garði - og í öðru og óvinsælla hverfi. Kannski Kópavogi. Læt mig svo dreyma um að græða einhvern pening á skiptunum svo ég geti keypt mér píanó.
Verst að ég þyrfti þá að byrja á því að skipta um gler í gluggunum í stofunni og því nenni ég alls ekki.
laugardagur, desember 09, 2006
Það verða allir að leggja sitt af mörkum.
Fyrir réttu ári skelltum við Nanna okkur í heimsókn til Svavars og tókum upp bakraddir fyrir undurfallegt jólalag sem hann hafði samið fyrir jólaplötu Hrauns það árið. Þetta lag er engu minna fallegt ári síðar og er tekur nú þátt í jólalagakeppni Rásar 2. Endilega kíkinn inn á síðuna og kjósið ykkar eftirlæti. Fróðir menn segja mér að peppí lög séu gjarnan líkleg til sigurs í svona keppnum og því er sérstaklega mikilvægt að standa við bakið á þessu lagi. Því það á það tvímælalaust skilið.
Og nú þarf ég að fá nauðsynlegan svefn ef ég á að hafa orku til að takast á við æstan múg í Kringlunni á morgun. Konur í leit að nærbuxum handa eiginmönnunum eru engin lömb að leika sér við.
Fyrir réttu ári skelltum við Nanna okkur í heimsókn til Svavars og tókum upp bakraddir fyrir undurfallegt jólalag sem hann hafði samið fyrir jólaplötu Hrauns það árið. Þetta lag er engu minna fallegt ári síðar og er tekur nú þátt í jólalagakeppni Rásar 2. Endilega kíkinn inn á síðuna og kjósið ykkar eftirlæti. Fróðir menn segja mér að peppí lög séu gjarnan líkleg til sigurs í svona keppnum og því er sérstaklega mikilvægt að standa við bakið á þessu lagi. Því það á það tvímælalaust skilið.
Og nú þarf ég að fá nauðsynlegan svefn ef ég á að hafa orku til að takast á við æstan múg í Kringlunni á morgun. Konur í leit að nærbuxum handa eiginmönnunum eru engin lömb að leika sér við.
föstudagur, desember 01, 2006
Þessa mynd hlakka ég mikið til að sjá. Ég hef í raun verið að bíða eftir henni síðan ég las bókina fyrst fyrir 19 árum síðan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)