laugardagur, desember 09, 2006
Það verða allir að leggja sitt af mörkum.
Fyrir réttu ári skelltum við Nanna okkur í heimsókn til Svavars og tókum upp bakraddir fyrir undurfallegt jólalag sem hann hafði samið fyrir jólaplötu Hrauns það árið. Þetta lag er engu minna fallegt ári síðar og er tekur nú þátt í jólalagakeppni Rásar 2. Endilega kíkinn inn á síðuna og kjósið ykkar eftirlæti. Fróðir menn segja mér að peppí lög séu gjarnan líkleg til sigurs í svona keppnum og því er sérstaklega mikilvægt að standa við bakið á þessu lagi. Því það á það tvímælalaust skilið.
Og nú þarf ég að fá nauðsynlegan svefn ef ég á að hafa orku til að takast á við æstan múg í Kringlunni á morgun. Konur í leit að nærbuxum handa eiginmönnunum eru engin lömb að leika sér við.
Fyrir réttu ári skelltum við Nanna okkur í heimsókn til Svavars og tókum upp bakraddir fyrir undurfallegt jólalag sem hann hafði samið fyrir jólaplötu Hrauns það árið. Þetta lag er engu minna fallegt ári síðar og er tekur nú þátt í jólalagakeppni Rásar 2. Endilega kíkinn inn á síðuna og kjósið ykkar eftirlæti. Fróðir menn segja mér að peppí lög séu gjarnan líkleg til sigurs í svona keppnum og því er sérstaklega mikilvægt að standa við bakið á þessu lagi. Því það á það tvímælalaust skilið.
Og nú þarf ég að fá nauðsynlegan svefn ef ég á að hafa orku til að takast á við æstan múg í Kringlunni á morgun. Konur í leit að nærbuxum handa eiginmönnunum eru engin lömb að leika sér við.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli