miðvikudagur, desember 20, 2006
Ammæli í dag.
Þótt undarlegt megi virðast leggst þessi dagur miklu betur í mig heldur en hann gerði í fyrra. Það reynist vera mun auðveldara að verða 34 heldur en 33 - hafið það í huga börnin mín.
Ég hef ekki hugsað mér að halda neitt sérstaklega upp á það - þessi tími býður ekki upp á veisluhöld nema heill tugur standi til. Ég reyni frekar að skála fyrir sjálfri mér á jólatónleikum Hrauns á föstudaginn. Ég er hins vegar alltaf til í að hitta fólk ef fólk vill hitta mig og hægt að koma slíku í kring án mikillar fyrirhafnar. Ég hef hvort eð bara hugsað mér að tjilla heima í kvöld.
Það hjálpar svo kannski að í dag er mér boðið á forsýningu á barnamyndinni Óskabrunnurinn sem ég lék svo eftirminnilega í síðasta sumar. Alveg heilar 10 sekúntur - ef ég hef ekki verið klippt úr. Og þótt að það sé að sjálfsögðu leyndur draumur minn að sjá sjálfa mig á alltof stóru tjaldi í þröngum fötum að púla á stairmaster get ég alveg ímyndað mér skemmtilegri leiðir til að halda upp á daginn. T.d. dansa ballett á Arnahóli á Menningarnótt í jarðskjálfa. Öll mín stressorka beinist a.m.k. að þessu boði og lítið eftir handa aldurskomplexum.
Þótt undarlegt megi virðast leggst þessi dagur miklu betur í mig heldur en hann gerði í fyrra. Það reynist vera mun auðveldara að verða 34 heldur en 33 - hafið það í huga börnin mín.
Ég hef ekki hugsað mér að halda neitt sérstaklega upp á það - þessi tími býður ekki upp á veisluhöld nema heill tugur standi til. Ég reyni frekar að skála fyrir sjálfri mér á jólatónleikum Hrauns á föstudaginn. Ég er hins vegar alltaf til í að hitta fólk ef fólk vill hitta mig og hægt að koma slíku í kring án mikillar fyrirhafnar. Ég hef hvort eð bara hugsað mér að tjilla heima í kvöld.
Það hjálpar svo kannski að í dag er mér boðið á forsýningu á barnamyndinni Óskabrunnurinn sem ég lék svo eftirminnilega í síðasta sumar. Alveg heilar 10 sekúntur - ef ég hef ekki verið klippt úr. Og þótt að það sé að sjálfsögðu leyndur draumur minn að sjá sjálfa mig á alltof stóru tjaldi í þröngum fötum að púla á stairmaster get ég alveg ímyndað mér skemmtilegri leiðir til að halda upp á daginn. T.d. dansa ballett á Arnahóli á Menningarnótt í jarðskjálfa. Öll mín stressorka beinist a.m.k. að þessu boði og lítið eftir handa aldurskomplexum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ! Hlakka til að sjá upphafið á væntanlega glæstum ferli i kvikmyndum ;)
Hammó með ammó! ég syng fyrir þig ammlissönginn.
vá, þú ert bara hundgömul.
samt, ætti ekki að vera að segja svona, er að skríða á fertugsaldurinn eftir minna en mánuð. úff.
Til hamingju með ammlið :)
Skrifa ummæli