fimmtudagur, desember 21, 2006

Afmælisdagurinn var bara hinn fínasti. Ég tróð brauði og kökum í samstarfsmenn mína, kíkti á sjónvarpsforsýningu á tveimur barnamyndum ásamt Emblu og Auði og þeirra börnum, heimsótti KFC, lærði allt sem ég vildi nokkurn tímann vita um heimafæðingar ;), fékk gjafir og afmæliskveðjur, kvaddi leigjandann fyrir fullt og allt og lognaðist út af af þreytu um ellefuleytið og svaf lengur en elstu menn muna. Sem er eins gott því það ríkir víst aldrei nein lognmolla á þessum síðustu dögum fyrir jól.

En nú þarf ég að skjótast út og reyna að kaupa allra allar síðustu gjöfina sem eftir er. Eins gott að hún sé til...

Engin ummæli: