mánudagur, mars 12, 2007

Blundar ekki í öllum lítið ljóðskáld? Ég á eitt slíkt. Samanrekið, bólugrafið kríli sem býr á bakvið hægra eyrað þar sem það hámar í sig ruslfæði og sefur yfir sjónvarpinu. Sem er ástæðan fyrir svona afrakstri:

Ó mig auma

Alla tíð hef ég hafið að leiðarljósi hina sönnu mannamöntru
Uppsprettu hreysti og æskublóma
í sefjandi munstri hins brúna og bleika.

Lygin afhjúpuð og fortíðartöfrar tættir:

Ég fæ engan kraft úr kókómjólk.




Ég ætti víst að þakka fyrir að vera að veikjast núna frekar en eftir 10 daga - í flugvél á leið til Barcelona. Ég er ennþá nokkuð hraust - einkenninn öll á byrjunarstigi. Hins vegar er ég ekki þekkt fyrir að reyna að fremja ljóðlist heil heilsu - þannig að þróunin er uggandi.

Engin ummæli: