þriðjudagur, mars 13, 2007

Ekki veik í dag. Sennilega hafa ljóðmælin mín í gær virkað sem hressilegur galdur og hrakið pestina vælandi á brott. Ég ætti augljóslega að yrkja oftar.

Allir eru rasandi yfir dökkhærði Eiríks Haukssonar í nýja myndbandinu. Mér er nokk sama hvernig hann greiðir sér en þetta nýja myndband vekur með mér spurningar um ímynd Íslands. Ójá. Júróvisjónmyndbandið hefur alltaf fúnkerða sem auglýsing heillar þjóðar á sérstæðu sinni og hæfileikum. Það væri verðugt verkefni fyrir hæfan bókmenntafræðing (*hóst*) að setjast niður og greina þessar ímyndarauglýsingar síðustu 20 ára. Frá glaðlegum goshverum Gleðibankans til hins drungalega og dökkhærða ljótleika hins alíslenska nútíma sem Eiki (í gegnum Gunnar Björn) býður upp á. Eða eins og segir í ensku útgáfunni:

I'll let the music play
while love lies softly bleeding.
In heavy hands on shadowlands.
As thunder clouds roll in
sunset is receding.
No summer wine - no Valentine.
A tiger trapped inside a cage.
An actor on an empty stage.
Come see the show!
Rock ‘n' roll can heal your soul
when broken hearts lose all control.


T.S. Eliot hefði verið stoltur - og sennilega slegist við Ezra Pound um heiðurinn að fá að vegsama þessa smíð.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sorry, en þú ert að "dissmissa" aðalatriðið hérna. Eiki Hauks er ekki lengur rauðhærður. Sko, í alvöru það ætti að taka upp umræðu um þetta á alþingi.

Þetta er hneyzli

Ásta sagði...

Rauðleysi Eiríks er bara í takt við Gullfoss og Geysis-leysi myndbandsins. Þegar þú tekur í burtu það sem rokkarar og þjóðir nota til að skilgreina sig hvað stendur eftir? Aðeins lagið - og textasmíðin.

Nafnlaus sagði...

já þannig að það þarf virkilega að senda gott lag út til að vinna?

Ásta sagði...

Ja bara eitthvað sem hefur tærnar þar sem Digge-lo digge-lei hafði hælana.

fangor sagði...

þetta jafnast nú bara á við náttúruhamfarir. hneyksli!