fimmtudagur, mars 01, 2007

Litli bróðir á afmæli í dag - til hamingju! Hann þykist vera þrítugur en mér finnst hann ekki hafa elst um dag frá því að þessi mynd var tekin:



Ég skal viðurkenna að ég hef elst eitthvað aðeins. En hef alltaf verið jafn skelfilega gott módel.

Eins sólrríkur og þessi dagur er annars byrjað hann ekki vel því bíllinn minn vildi ekki í gang í morgun. Ég lét blindast af birtunni og sá ekkert því til fyrirstöðu að labba í vinnunna - í sex stiga frosti. Ég hafði þó vit á því að setja trefil yfir blautt hárið. Er fyrst núna að finna fyrir lærunum á ný.

Nú þarf ég einhvern veginn að finna út hvernig ég get púslað saman plönum dagsins bíllaus. Það er hádegistími með undirleik og kontrapunktur eftir vinnu - sem ég á eftir að læra fyrir - og kvöldmatur hjá foreldrunum. Það er sök sér með hádegistímann en eitthvað lítið á ég eftir að ná að læra fyrir kontrapunkt og svo þarf ég að stinga af úr tíma mun fyrr en ég ætlaði til að komast í mat kl. 7 og þá er varla að það taki því að mæta.

Nema ég finni einhvern til að gefa bílgarminum start. Ég á sjálf glansandi fína startkapla.

Viðbót: Nanna var svo elskuleg að bjóða fram aðstoð sína og start í bílinn en mér tókst að redda því í hádeginu og fékk Önnu samstarfskonu í lið með mér.

Engin ummæli: