þriðjudagur, maí 15, 2007

Alveg makalaust.

Fjárhagurinn var orðinn soldið illvígur og ljótur á að líta upp á síðkastið og sá ég fram að á þurfa að koma mér í aukavinnu einhvers staðar út þennan mánuð ef ég átti ekki að enda á hvínandi kúpunni. Ekki bætti það lundina tilhugsunin um að ég átti eftir að borga fyrir meirihlutann af Húsabakkanámskeiðinu og sátu þær saman, kreditkortaskuldinn og skólaskuldin, eins og mörur á bakinu á mér og ekkert líklegar til að hypja sig í bráð.

Kemur þá til sögu Skatturinn - eins og guðinni í vélinni - færandi hendi með vaxtabætur sem nema ríflegri upphæðinni á kreditkortaskuldinni og feykja óvættinni út í buskann. Ég átti von á smá pening en ekki þessu. Skólaskulding er frekar sneypin og einmana núna og verður auðveld að tækla þegar þar að kemur.

Einhvers staðar átti ég uppsafnað gott karma það er ljóst. Við svo bætist að ég fékk fínar einkunnir fyrir bæði kontrapunkt og stigsprófið í píanó og er því bara hæstánægð þessa dagana.

Kók og prins á línuna!

6 ummæli:

Halla sagði...

Frábært, skuldleysi er gott og að fara í skólann okkar enn betra,- til hamingju með hvort tveggja! Og enn fleiri hamingjuóskir með einkunnirnar þínar,- tek ofan fyrir þér að tækla þetta allt saman buguð af fjárhagsþúnglyndi...Knús úr norðri

frizbee sagði...

Ertu til í ad senda mitt út?

Þórunn Gréta sagði...

Alltaf gaman að fá pénínga! Til hamingju með einkunnirnar og takk fyrir síðast sem var áðan :þ

Gerður Halldóra sagði...

Frábært! Til hamingju með alltsaman og sjáumst í skólanum! :o)

Heiða sagði...

Til hamingju á öllum vígstöðvum.

Sigga Birna sagði...

Til hamingju með skólann og gott karma :o)

Ég mun sjá þig líka á Húsabakka. ;o)