fimmtudagur, maí 24, 2007
Mig grunar að ég sé alls ekki sú eina sem er að láta þetta sumarlíki sliga sig. Alla daga jafn þreytt og mygluð - og núna upp á síðkastið óeðlilega pirruð. Og það þótt ég borði (nokkurn veginn) rétt og taki vítamínin. En ef ekki á að kenna veðrinum um er smá séns að hreyfingarleysið sé sökudólgur. Í hádegisþunglyndiskasti var því fjárfest í korti í Baðhúsinu. Þar er sumartilboð í gangi - þriggja mánaða kort á kr. 13.900 sem er það mesta sem samviskan tímir að borga fyrir eitthvað sem verður að öllum líkindum illa nýtt. Eins og sést er hádegisþunglyndiskastið enn við lýði enda kunnuglega haglélið byrjað enn á ný og ég ekki farin að mæta í tíma. Nú væri ekki leiðinlegt ef fleiri sæju sér fært að nýta þetta góða tilboð og sparka síðan í óærði endann á mér svo ég mæti sem oftast. Ég er að sjálfsögðu bara að hugsa um velferð og heilsu vina minna.
Fyrst ég er á þessum nótum... á einhver hjól sem hann eða hún þarf að losna við? Jafnvel gegn vægu gjaldi? Ég geri engar kröfur aðrar en þær að það tolli undir mér.
Fyrst ég er á þessum nótum... á einhver hjól sem hann eða hún þarf að losna við? Jafnvel gegn vægu gjaldi? Ég geri engar kröfur aðrar en þær að það tolli undir mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég á lítt notaða klofpísl sem þér er velkomið að skoða.
Skrifa ummæli