þriðjudagur, maí 15, 2007

Ég viðurkenni fúslega að hann er stundum frekar stuttur á mér fattarinn.

Ég var því bara að átta mig á því núna hvers vegna úkraínska lagið hljómaði strax svona kunnuglega.

Er þetta nokkuð annað en Rebellinn í nýrri og glitrandi mynd? Sama orka, svipuð geðveiki, fagrar bakraddir, einkennisdansinn í sams konar stíl og áköf danskrafa á alla sem hlýða. Hið úkraínska aðeins meira diskó og gay á meðan Rebellinn gæti best kallast írónískt gleðipönk en grunnhugmyndin skugglega svipuð.

Held ekki svei mér þá.

Engin ummæli: