föstudagur, júní 22, 2007
Bæðevei...
Hefur einhver hérna séð Slings and Arrows? Bráðskemmtilegir kanadískir gaman/dramaþættir um hysteríu í snobbuðu leikhúsi í litlum bæ. Fantavel skrifaði og frábærleg leiknir þættir sem sýna mikla ást á leikhúsinu án þess að taka það hátíðlega. Ég veit ekki til þess að þeir hafi verið sýndir hérlendis sem er mikil synd. Eiginlega algjört möst fyrir leikhúsnördana. Gerðar voru þrjár seríur alls (6 þættir í hverri) og eru allar til á DVD (sjá link hér til hægri). Ég fór reyndar ódýru leiðina og komst yfir þá eftir smá vafasömu leiðum. Þeir sem rata á torrent - íslensk sem erlend - ættu að geta fundið líka.
Ég ætla að klára fyrstu seríuna í kvöld - á bara einn þátt eftir. Bíð spennt eftir að vita hvort Hollywood hunkið öðlast kjark til að tækla hlutverkið eða hvort geðveiki leikstjórinn þarf að sigrast á Hamletfóbíunni og stíga inn í verkið á síðustu stundu. Það er nefnilega frumsýning og kameljónið ennþá laust í áhorfendasalnum...
Hefur einhver hérna séð Slings and Arrows? Bráðskemmtilegir kanadískir gaman/dramaþættir um hysteríu í snobbuðu leikhúsi í litlum bæ. Fantavel skrifaði og frábærleg leiknir þættir sem sýna mikla ást á leikhúsinu án þess að taka það hátíðlega. Ég veit ekki til þess að þeir hafi verið sýndir hérlendis sem er mikil synd. Eiginlega algjört möst fyrir leikhúsnördana. Gerðar voru þrjár seríur alls (6 þættir í hverri) og eru allar til á DVD (sjá link hér til hægri). Ég fór reyndar ódýru leiðina og komst yfir þá eftir smá vafasömu leiðum. Þeir sem rata á torrent - íslensk sem erlend - ættu að geta fundið líka.
Ég ætla að klára fyrstu seríuna í kvöld - á bara einn þátt eftir. Bíð spennt eftir að vita hvort Hollywood hunkið öðlast kjark til að tækla hlutverkið eða hvort geðveiki leikstjórinn þarf að sigrast á Hamletfóbíunni og stíga inn í verkið á síðustu stundu. Það er nefnilega frumsýning og kameljónið ennþá laust í áhorfendasalnum...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hahaha! Þetta er brilljant!
Skrifa ummæli