mánudagur, júní 18, 2007

Þegar ég var barn var það besta sem ég fékk appelsína sem skorið var í miðjuna á og fyllt í með sykurmolum. Svo saug maður vökvann í gegnum sykurmolana og þegar hann var nær uppurinn borðaði sætt kjötið í kramda ávextinum.

Ég var bara að spá í hvernig maður glutrar niður gömlum og ánægjulegum fýsnum. Eins og að fara í gufu á hverjum degi. Eða spila blak. Eða lemja fólk af tilefnislausu.

Skólinn var gaman. Einn sá besti held ég bara. Samt með öðru sniði. Erfiður á lappirnar sem endra nær - sérstaklega þegar ég fór að snúa upp á þær - og stundum frústrerandi. En maður fær ekkert gott í þessu lífi án einhverra átaka.

Væmnin var í lágmarki þökk sé miklu magni af neðanbeltis húmor og ofbeldi. Það fannst mér fínt því hitt getur verið svo déskoti erfitt þegar líða tekur á vikuna. Marblettina og misboðna sómatilfinningu kann ég betur að díla við.

Ekki það að hvíldin frá kláminu verði ekki kærkomin. Og ég er alveg hætt að borða kokteilsósu. Það verður samt tilbreyting að hlæja sig ekki máttlausa á hverjum degi.

Hérna var "bloggað" um ævintýrið fyrir áhugasama.

Ég setti inn nokkrar myndir. Aðeins brot af þeim sem ég tók en af því að ég var nú bara með símann minn þurfti valið soldið að miðast af því hvaða myndir heppnuðust og hverjar fara beint í tunnuna. Það er því tilviljun og dyntir Sony Ericsson sem ráða öllu hér (þarna er líka "official" skólamynd sem við fegnum senda frá Vibbu).

Næstu dagar fara svo í það að sofa í heila öld.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

samveran var góð já - takk fyrir góðar gufuferðir og almenn skemmtilegheit! Sofðu fallega
Ninna

Nafnlaus sagði...

Tek undir orð þín um misboðna sómatilfinningu, kann einnig betur við hana en væmni út í gegn, þó hún geti verið góð inn á milli.

Ég þakka þér innilega fyrir vikuna, dásemd að fá að kynnast þér betur....

Kveðja Hunangsbýflugan

Ásta sagði...

Ég strýk tár úr hvarmi, tek undir fögru orðin og margfalda með 10.

Unknown sagði...

Hmm... Sómatilfinning já...? Hvar ætli hún sé nú...? Jú þarna er hún greyið, húkir skjálfandi útí horni... Ég held svei mér þá að hún muni ekki bera sitt barr eftir þetta...

En samveran var yndisleg, takk fyrir allt - sérílagi klippingar á 11. stundu... ;o)