mánudagur, júní 04, 2007

Fjandans kvef - tekur yfir lífið og sýgur úr manni alla orku. Ég verð víst bara að vona að það verði að mestu búið þegar ég fer norður næstu helgi.

Ég fann að þetta var að hellast yfir mig síðast föstudag. Rétt tókst að merja tónlistardagskrá Hugleiks þar sem ég fann að röddin var á síðasta snúning og byrjuð að bresta við minnsta álag. Hefði hún verið haldin degi seinna er ekki séns að ég hefði getað sungið. Að öðru leiti gekk þetta bara vel og var gerður góður rómur að.

Helgin var því með rólegra móti. Heimsótti fjölskyldu og vini á laugardag og hélt mig kyrfilega heima við á sunnudag. Lá uppi í rúmi og brynnti músum endurnýjaði kynni mín við Önnu í Grænuhlíð þökk sé internetinu. Komst að því að gerð var framhaldsmynd árið 2000 sem ég hef ekki enn þorað að horfa á. Sömu leikarar í sömu hlutverkum - bara 17 árum eldri að leika niður fyrir sig. Það er orðið langt síðan ég las bækurnar en ekki man ég eftir ævintýrum Önnu í fyrri heimstyrjöldinni. Aldrei grunaði mig að hún Anna gamla, af öllum, ætti eftir að stökkva yfir hákarl...

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Voru ekki skrifaðar margar bækur um Önnu í Græruhlíð, löngu eftir að sú fyrsta kom út?

Ásta sagði...

Jújú - og einhverjar voru þýddar á íslensku. Held ég eigi einar fjórar - sem ég fékk í arf frá ömmu og ömmusystur - en þær voru fleiri. Hins vegar er þessi nýjast mynd ekki byggð á neinni bók heldur skálduð út í bláinn.