mánudagur, október 08, 2007
En sú stuðhelgi. Margt smátt fór örugglega vel fram þótt ég hafi ekki tekið mikið eftir því sökum þess hversu fókuseruð ég var á minn eigin nafla. Bókstaflega. Fékk að kynnast náið þeim krankleika - sem hefur þjáð hana fangor árum saman - frá því á föstudagseftirmiðdag. Og sem sér nú (vonandi) fyrir endann á. Eða svo segja læknarnir á Lansa. Ég lá s.s. með djöfullegar magakvalir alla helgina og barðist við að harka af mér sökum anna. Hef hugsað mér að skella skuldinni af öllum leikósigrum á veikindin. Ég er hundfúl yfir því að hafa misst af Margt smátt eftirpartýinu sem var víst hin besta skemmtun og er farið að finnast eftir ófarir síðustu vikna (lús+flensa+bakbólgur+blöðrur á eggjastokk) að alheimurinn skuldi mér þó ekki nema eitt gott djamm. Ég tek líka við peningum.
Mamma vendi sínu kvæði í kross og stakk af til útlanda með Clöru Waage í dag. Ætlar að sóla sig á Spáni í 3 vikur eins og ekkert væri. Er þá tala fjölskyldumeðlima á landinu í sögulegu lágmarki - aðeins ég og pabbi eftir. Kannski ég kíki til hans á næstunni og panti pizzu. Ég verð hvort eð er mikið á sveimi í vesturbænum þar sem leikstjórnarnámskeiðið byrjar af fullu trukki á ný í kvöld. Á ég ekki von á öðru en það verði jafn gaman og það verður strembið - líkt og fyrra námskeiðið. Ég ætla að sleppa að leikstýra fyrir nóvemberdagskrá Hugleiks - taka þátt í eins og einni óperu í staðinn - og einblína frekar á jóladagskrána. Ef einhver veit um velmeðfarið jólatré á þessum árstíma má hnippa í mig.
Mamma vendi sínu kvæði í kross og stakk af til útlanda með Clöru Waage í dag. Ætlar að sóla sig á Spáni í 3 vikur eins og ekkert væri. Er þá tala fjölskyldumeðlima á landinu í sögulegu lágmarki - aðeins ég og pabbi eftir. Kannski ég kíki til hans á næstunni og panti pizzu. Ég verð hvort eð er mikið á sveimi í vesturbænum þar sem leikstjórnarnámskeiðið byrjar af fullu trukki á ný í kvöld. Á ég ekki von á öðru en það verði jafn gaman og það verður strembið - líkt og fyrra námskeiðið. Ég ætla að sleppa að leikstýra fyrir nóvemberdagskrá Hugleiks - taka þátt í eins og einni óperu í staðinn - og einblína frekar á jóladagskrána. Ef einhver veit um velmeðfarið jólatré á þessum árstíma má hnippa í mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
sendi knús og vorkun! helvíts bólgur.
asta min buin ad lesa oll bloggin til dagsins i dag. Gott ad thu ert ad jafna thig. Hef thad gott a Spani, Clara bidur ad heilsa. mamma
Skrifa ummæli