fimmtudagur, september 27, 2007
Er ég rosalega kaldrifjuð að finnast það að læra til prests vera álíka gagnlegt og gullgerðarlist og stjörnuspeki? Guðfræði - og þá meina ég trúarbragðafræði - sem slík er áhugaverð stúdía en kirkjubatteríið sem fylgir í kjölfarið... æi. Ég sé ekki tilgagn í að halda lífinu í fræðum sem byggja á hindurvitnum og stórum og allt of langlífum grundvallar misskilningi.
Nú er ég búin að móðga ca. helming að fólki sem ég þekki - svo og kalla yfir mig reiði Almættisins - og ætla að finna mér eitthvað lystugt að borða. Mötuneytið er ekki að uppfylla þá skyldu í dag með brauðsúpu (ojjjjjjjjj) og "sjávarréttum í brauðkollu". Ég læt nú ekki bjóða mér hvað sem er.
Nú er ég búin að móðga ca. helming að fólki sem ég þekki - svo og kalla yfir mig reiði Almættisins - og ætla að finna mér eitthvað lystugt að borða. Mötuneytið er ekki að uppfylla þá skyldu í dag með brauðsúpu (ojjjjjjjjj) og "sjávarréttum í brauðkollu". Ég læt nú ekki bjóða mér hvað sem er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Halelúja!!!
Skrifa ummæli