miðvikudagur, apríl 09, 2008

1. Mmm... ég ætla að kaupa mér kort í Hreyfingu. Loksins sé ég fram á að hafa tíma til að stunda líkamsrækt. Ég hlakka meira að segja til! Hefur einhver farið í þessa nýju stöð hjá þeim? Er komin einhver reynsla á þetta?

2. Ég er nefnilega komin í smá pásu frá Hugleik - a.m.k. þessa vikuna. Nú verða brettar upp ermar og útvarpsþættirnir tæklaði. Sá fyrsti af þremur verður tekinn upp í næstu viku og er þemað það sama í þeim öllum: Vísindaskáldsögur kvenna. Það verður stuð. Allir sem hlusta á Gufuna á sunnudagsmorgnum munu hafa gaman af. Ef þú ert eldri kona eru víst meiri líkur á að þú verðir að hlusta.

3. Ég hitti loksins Svandísi í gær eftir alltof langan tíma. Mig grunar að meira en tvö ár séu liðin frá því að við sáumst síðast og mál að tryggja að þetta langur tími líði ekki aftur. Við spjölluðum um heima og geima í rúma tvo tíma og eiginlega grábölvað að vita til þess að það sé bið í það að við getum endurtekið leikinn. Tel það brýnt að stofna einhvers konar "Svandísi heim" samtök.

4. Fann vorlykt í lofti í gær og réðst á garðinn í kjölfarið - reyndar bara í hálftíma því ég var tímabundin. Rakaði saman öllum gróðurleifum og rusli sem kom undan vetrinum og bjó til risastóra hrúgu í miðjum garðinu. Planið var svo að klára bakgarðinn áður en herlegheitunum væri troðið í poka og ofan í Sorpu. Jamm. Kannski kemur hláka á morgun.

1 ummæli:

fangor sagði...

svandísi heim samtökin. keypt. fáðu þér nú frekar kort í world class með fríu sundi í þremur laugum og stöðvum um allan bæ. þá getum við farið saman...