mánudagur, júní 23, 2008
Hundsgrey urðað lifandi og þjóðinni ofbýður. Svosem alveg skiljanlegt.
Það sem ég skil ekki er að fólk skuli virkilega trúa því að slíka mannvosku sé að finna í þessum heimi að hægt sé að sýna dýri viljandi aðra eins grimmd. Að einhver hafi skyndilega fundið hjá sér hvöt til að misþyrma dýri og ganga síðan sáttur til síns heima ánægður með vel unnið dagsverk. Ég veit að fólk misþyrmir dýrum daglega - en yfirleitt er um vanhirðu og hugsunaleysi að ræða. Aðstæður sem taka langa tíma að þróast og gefa góðan tíma til réttlætinga.
Þetta sama skilningsleysi gerir það að verkum að ég fæ ekki trúað því að blóðþorsti hafi haft eitthvað með ísbjarnadráp síðustu vikna að gera. Og hef ég þó aldrei verið mikið fyrir skotveiðarnar.
Ég vil endilega trúa því að einhver hafi t.d. keyrt á hundinn, haldið að hann væri dauður og urðað hann til að losna undan ábyrgð. Það er atburðarrás sem passar inn í mína heimsmynd. Slíka persónuleikabresti skil ég. Ekki hina.
Það sem ég skil ekki er að fólk skuli virkilega trúa því að slíka mannvosku sé að finna í þessum heimi að hægt sé að sýna dýri viljandi aðra eins grimmd. Að einhver hafi skyndilega fundið hjá sér hvöt til að misþyrma dýri og ganga síðan sáttur til síns heima ánægður með vel unnið dagsverk. Ég veit að fólk misþyrmir dýrum daglega - en yfirleitt er um vanhirðu og hugsunaleysi að ræða. Aðstæður sem taka langa tíma að þróast og gefa góðan tíma til réttlætinga.
Þetta sama skilningsleysi gerir það að verkum að ég fæ ekki trúað því að blóðþorsti hafi haft eitthvað með ísbjarnadráp síðustu vikna að gera. Og hef ég þó aldrei verið mikið fyrir skotveiðarnar.
Ég vil endilega trúa því að einhver hafi t.d. keyrt á hundinn, haldið að hann væri dauður og urðað hann til að losna undan ábyrgð. Það er atburðarrás sem passar inn í mína heimsmynd. Slíka persónuleikabresti skil ég. Ekki hina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli