fimmtudagur, júní 19, 2008

Það var nú bara soldið gaman í skólanum. Eins og svo oft áður.

Eitt það besta við þennan skóla að mínu mati er að hann er ekki staðnaður í órjúfanlegum hefðum. Alltaf skal fundið upp á nýjum hlutum sem berast gjarnan með nýju fólki og tryggir að hver upplifun verður einstök.

Að þessu sinni lenti þorri kvenþjóðar skólans undir Bollywoodálögum. Við settumst niður eitt kvöldið og horfðum á hina sívinsælu rómantísku gaman/dans/söngvamynd Kuch Kuch Hota Hai. Þrír tímar af endalausri skemmtan. Í fyrstu óaði okkur talsvert fyrir þessu ferðalagi og háðsglósurnar sem beindust að skjánum yfirlætislegar og ófáar en þegar dvd diskur bilaði skyndilega í miðjum klíðum var sem hjörtu vor hefðu verið kramin og örvæntingin skein í hverju andliti þar sem við reyndum að koma gripnum aftur í eðlilegt horf. Sem betur fer tókst það og við fengum að halda áfram hinu dásamlega ferðalagi ásamt Rahul og Anjeli.Ég var ekki á því sjálf en mér skilst að námskeiðið hennar Ágústu hafi ekki verið samt í kjölfarið. Þú finnur auðvitað ekki betri dæmi um yfirdrifið melódrama og trúðslæti en í Bollywood.

Engin ummæli: