föstudagur, júní 06, 2008
Turninn kom upp í spilunum mínum - rammskakkur og þveröfugur. Kannski ekki skrítið þar sem Hrefna hafði samband við mig stuttu og bauð mér pláss á handritunar námskeiðinu með fjarska litlum fyrirvara. Ég sagði já takk.
Við Auður skelltum okkur á glimmrandi góða sinfóníutónleika í kvöld með Lady & bird - betur þekkt sem Karen Ann og Barði í Bang Gang. Algjör dásemd út í gegn (þótt ég verði að viðurkenna Patreksfjarðarhúmarinn hafi soldið flogið yfir hausinn á mér) og eins gott að þeir verði til á einhvers konar kaupanlegu formi í framtíðinni. Síðan tóku við fastir liðir eins og venjulega; smá hvítvínsdrykkja og spámennska heima hjá mér. Erum nú talsvert vísari um nánustu framtíð og ég einni hvítvínsflösku fátækari.
Ég þarf s.s. að venjast þeirri tilhugsun í snatri að ég er að fara að skrifa leikrit í heila viku. Og ekki leika. Semsagt. Hmmm... Ætli ég reyni ekki að leyfa því að síast inn á leiðinni norður á morgun. Ég hef ekki tíma til að pæla í því þangað til. Á óvart alveg eftir að pakka. Og klára að ganga frá gögnum vegna styrkumsóknar Hugleiks til Bandalagsins. Verð að viðurkenna að áfengið hjálpar við að feykja stressi á brott.
Óver and át.
Við Auður skelltum okkur á glimmrandi góða sinfóníutónleika í kvöld með Lady & bird - betur þekkt sem Karen Ann og Barði í Bang Gang. Algjör dásemd út í gegn (þótt ég verði að viðurkenna Patreksfjarðarhúmarinn hafi soldið flogið yfir hausinn á mér) og eins gott að þeir verði til á einhvers konar kaupanlegu formi í framtíðinni. Síðan tóku við fastir liðir eins og venjulega; smá hvítvínsdrykkja og spámennska heima hjá mér. Erum nú talsvert vísari um nánustu framtíð og ég einni hvítvínsflösku fátækari.
Ég þarf s.s. að venjast þeirri tilhugsun í snatri að ég er að fara að skrifa leikrit í heila viku. Og ekki leika. Semsagt. Hmmm... Ætli ég reyni ekki að leyfa því að síast inn á leiðinni norður á morgun. Ég hef ekki tíma til að pæla í því þangað til. Á óvart alveg eftir að pakka. Og klára að ganga frá gögnum vegna styrkumsóknar Hugleiks til Bandalagsins. Verð að viðurkenna að áfengið hjálpar við að feykja stressi á brott.
Óver and át.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli